Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 12

Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 12
116 ÆGI R sama hlutfalli verða gastegundirnar heit- ari, sem streyma upp um reykháfinn, og hitatapið þeim mun meira. Á þessu er auðsætt, að þess gætir fijótt á nota- gildi (Virkningsgrad) ketilsins, ef salt- steinn nær að safnast á hann að nokkr- um mun. Svo er talið, að 4 mm. steinlag auki kolaeyðsluna um 16°/o og 6 mm lag um 50°/o. Reynsla er fengin fyrir því, að sje gufuketill notaður h. u. b. 2 mánuði samíleytt, og ekki hreinsaður, en salt vatn notað til ábætis, jafnvel þó tvisvar sje skift um vatn á tímabilinu, að þá er steinlagið orðið 2—3 mm og jafnvel 4 mm sumstaðar l. d. á hjdgjumynduðum eldhólfum, þar sem steinninn losnar oft við samdrátt. Mun því eigi oftalið að kolaeiðslan sje aukin um 10% til jafnaðar seinni mán- uðina, einungis fyrir þetta eina atriði. Eigi munu íslenskir skipaeigendur yfir- leilt, gera sjer far um að koma í veg fyrir þessi og þvilík útgjöld, og stafar það vitanlega af þvi, að þá skortir þckk- ingu á þessum efnum. Mundi glöggvara yfirlit fást um þetta atriði, ef vjelardag- bók væri haldin og vjelstjórum gert að skyldu, að gefa skýrslur á vissum tím- um, um eyðslu vjelanna. Væri af ýms- um ástæðum æskilegt, að íslenskir vjel- stjórar Ijetu meira til sín laka, um þetla og önnur lík atriði, en þeir hafa gert; ælli það síst að vera vanþakklátt verk. II. J. Vestur og noröur um land. Frli. ---- Frá Isafirði fór jeg með »Goðafossi« norður um land. Var lagt þaðan hinn 6. maí kl. 81/* f. hád. og komum við lil Reykjarfjarðar um kl. 6 e. h. Eftir að kom norður fyrir Rif sást hvergi á dökkvan dil, nema i hengiflugum þar sem eigi festir snjó. Á Reykjarfirði var þó minni snjór en ætla hefði mátt. Um þetta leyti hjelt Guðm. Pjetursson í Ó- feigsfirði og synir hans úti tveim vjela- bátum til hákarlaveiða. Höfðu gæftir verið stopular á langajöstunni, en eftir páskana voru minni stórviðri, þótt ávalt hjeldist landnorðan strambur með kaf- aldsfjúki. Varð hákarlsaflinn því minni en ella hefði orðið. Hluturinn mun hafa orðið um 500 kr. og má það heita golt í fáum sjóferðum. Er naumast annar- staðar vænlegra til hákarlaveiða en á Reykjarfirði og þar í grend. Síðari hluta vetrar myndi mega veiða allmikið af hákarli á þessu svæði, ef þess væri gætl að skera ekki hákarlinn niður. Má gera ráð fyrir að lýsi verði í all- háu verði nú um sinn, þótt eigi haldist hið afarháa verð, sem eingöngu hefur stafað af ófriðnum. En auk þess sem lýsið, án efa, verður góð markaðsvara í framtíðinni, er og all- mikil eftirspurn eftir hákarlskjötinu (há- karlinum) svo að mikið vantar á að framleiðslan fullnægi eftirspurninni. Er því hákarl nú kominn í ferfalt verð við það sem var fyrir nokkrum árum og mikið mætti veiðast af honum, ef eftir- spurninni ætli að verða fullnægt. Mjög stendur það Strandasýslu norð- anverðri fyrir þrifum, að þangað liggur enginn sími. Virðist hvert árið, sem dregst að sími sje lagður frá Hólmavik út um Strandir leiða betur i Ijós, að þeim hjeruðum er slórtjón af símaleys- inu. Hlunnindajarðir eru þarna á hverju strái, en verslunin er frámunalega óhæg og er það síst að undra, í afskeldu hjer- aði, sem ekki hefir símasambánd.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.