Ægir - 01.09.1916, Blaðsíða 17
ÆGIR
121
Þar voru menn sem óðast að búa báta
sína út til fiskiveiðanna.
Þar sá jeg nýjan bát sem smíðaður
hafði verið í Færeyjum síðastliðinn vetur.
Var hann mjög laglegur og vel út búinn
og að mun stærri en aðrir bátar þar.
Norðfirðingar eru kappsmenn miklir
og er mótorbátaútvegur þeirra með einna
mestum blóma hjer á landi.
Græddu margir þeirra mjög mikið á
útgerðiuni i fyrra sumar og er það vel
farið, því þeir horfa eigi í kostnað til
útvegsins.
Allstaðar á landinu var sár kvörtun
um erfíðleika á að fá veiðarfæri, auk
hins afarháa verðs, sem á þeim er.
Á suðurleiðinni var viðstaðan stult á
flestum höfnum og kom jeg heim til
Reykjavikur 22. maí.
Matlh. Ólajsson.
Hákarlaveiði.
(Ný aðferð).
Maður, sem hefur dvalið í Noregi
nokkur ár og var hjer við fiskiveiðar í
sumar, segir þær frjettir, að Norðmenn
sjeu nú farnir að veiða hákarl á lóðir,
og geíist slílc veiði mjög vel. Hásetar á
sumum skipum höfðu alt upp að 4000
kr. hlut yfir mánaðartíma, sem veiði þessi
var stunduð síðastliðinn vetur.
Onglar eru svipaðir og hjer, en í
fauma nota þeir mjóan vír. Reilan er
hákarlinn sjálfur og lítið eitt af selspiki.
Á eiði þessa var farið að stunda þegar
lýsi hækkaði í verði. Maðurinn sagði
ennfremur að hákarlinn væri saltaður
°g fyrir hann væri markaður í Þýska-
landi.
Formannavísur
um formenn í Grindavik á vetrar-vertíð 1866.
Eftir Brynnjólf Jónsson á Minnanúpi.
Niöurl. -----
11. Svali’ ef skerðist Sveinson þá
súða ferðast jónum á
Jón um sverðhvalsbólin blá
bygð Járngerðarstaða frá.
12. Bestum hundi hlunns um sjá
Húsa — skundar — tóptum írá,
mest er fundið mannval á
Maltias kundi Pórði hjá.
13. Færir slyngur fley á skrið
um foldarhring með öruggt lið;
jafnan glingrar gæfan við
Guðmund Ingimundar nið.
14. Jón er mögur Magnúsar
með órögum huga snar
tramm’ á högum flyðrunnar,
fimur mjög lil skipstjórnar.
15. Greiptur mundum gæfunnar
gelti sunda leið vísar
út um grundir ýsunnar
Árni kundur Guðmundar.
10. Alla talda ýta hjer
essum falda með og her
trúr alvaldur taki’ að sjer
týnist skvaldur Ijóða mjer.
17. Ártal set í óðarskrá;
átján letra hundruð má
tvisvar vetur þrjátíu og þrjá,
þess eg get sem stendur á.
Það er gamall siður hjer á landi, að
ýmsir hagyrðingar hafa skemt sjer og
öðrum með því að yrkja vísur um alla
formenn (formannavísur) í ýmsum veiði-
stöðum eða þá um einstakar skipshafnir
(hásetavisur) í veiðistöðum. Reyndar eru