Ægir - 01.05.1918, Síða 5
II. á
Árni Byron.
I dag er liðið ár síðan Árni sál. Byron
iézt. Þessa atburðar var getið með örfá-
um orðum í sumum blöðunum hér, en
vendilega hefir verið þagað um æviatriði
hans hingað til; er þetta þó nokkuð kjm-
legt, svo mikill siður sein það er nú orð-
inn í þessu Iandi að rita langa æviminn-
ingu um hvern mann lálinn. — Getur
verið, að hér valdi nokkru um, hve ó-
greinileg var fregnin um lát hans, og eigi
hefir mönnum hér orðið siðan neittkunn-
ugra um þetta. Það eitt er víst, að kaf-
bátur grandaði skipi Árna, en hann vildi
ekki gefast upp og lenda í fangavist í
Þj’zkalandi; íórust honum og þannig orð,
er hann var á ferð hér síðast, en það
var litlu áður en hann lézt, að eigi mundi
hann láta takast lifandi. Fjuúr þvi tók
hann nú þann kostinn að snúast til varn-
ar, þótt vopnlaus væri, og leikurinn harla
öjafn, enda íór svo að lokum, sem vænta
niátti, að kafbáturinn kom skoti á skip-
ið og sökti því, og ætla menn þó, að
Árni væri áður fallinn. — Nokkrir skip-
verjar Árna sál. komust af, en ekki hafa
frásagnir þeirra, ef nokkrar eru, um þenna
hörmulega atburð náð hingað til lands.
Árni var kornungur maður, er hann
lézt, fæddur 11. júni 1879 að Hofi á Kjal-
arnesí; voru foreldrar hans: Eyjólfur
Bjarnason hóndi, er þar hjó, og kona
hans, Sigriður Sigui'ðardóttir, merkishjón,
Nr. 5.
en félítil. Ólst Árni upp hjá foreldrum
sínum, unz hann var fimtán ára, en þá
fluttist hann suður hingað, og átti heima
í Ráðagerði á Seltjarnarnesi um næstu
fimm ár. Tók hann þá að stunda sjó á
þilskipum, og þótti brátt hinn ágætasti
sjómaður, frábærlega verklaginn og mik-
ilvirkur, en kapp og kjarkur að sama
skapi. Sautján ára gekk hann í sjómanna-
skólann hér, en mun ekki hafa verið þar
nema einn vetur, og gerðist þá stýrimað-
ur hjá Jóni sál. Árnasyni hálfbróður
sínum fyrst um sinn. Sumarið 1899 var
Árni háseti á botnvörpungi, er átti danskt
félag, sem hér hafði þá nokkur þess kyns
skip við veiðar, en um haustið sigldi
hann til Englands, og átti þar heimili æ
síðan, lengst af í Hull.
Þegar er Árni kom til Englands, réð hann
sig á brezkan botnvörpung; lærðust hon-
um öll störf greiðlega, er honum var
hvað eina í augum uppi, er hann sá eða
heyrði, og hefi eg heyrt gamla skipstjóra
þarlenda, formenn Árna þessi f^Tstu ár
hans ytra, mjög róma hreysti hans og
hvatleik í öllu, og þá eigi síður hitt, hve
ósérhlífinn hann var.
Eg hefi stundum heyrt á það minst
hér, að botnörpungasldpstjórar enskir
séu býsna illa að sér í bóklegum fræð-
um, þeim sem hver formaður á að kunna,
og satt er það, ef til vill, að þeiru eru
skemur að bóklegu námi en t. d. skip-
stjóraefni hér. Hins er sjaldnar getið hér,
sem þó er satt, og þess um vert, að
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS
|. ] Reykjavík. Maí, 1918.