Ægir - 01.06.1918, Síða 22
102
ÆGIR
6. gr.
Frá því að fulltrúi Bandamanna hefir samþykt kaup á lýsinu, mega líða 30
dagar þangað til borgun fer fram eða 30 dagar frá því að vottorð matsmanna hefir
borist fulltrúanum, en vexði vörunni skipað út fyrir þann tíma, mun andvirðið
verða greitt strax á eftir.
7. gr.
Skylt er seljendum að flytja lýsið um borð, greiða tolla og önnur gjöld kaup-
anda að kostnaðarlausu, en á meðan lýsinu er eigi skipað út, hvilir vátryggingai--
skylda á seljendum, á ábyrgð landsstjórnar, en kaupandinn endurgreiði vátrygging-
argjaldið hlutfallslega fyrir þann tíma, sem fram yfir er 30 daga frá því kaup
gerðust í hvert skifti. Sömuleiðis er það skylda seljanda, að geyma lýsið í sínum
húsum meðan þvi er ekki skipað út, en seljendur fá borgaðan geymslukostn-
að, hlutfallslega fyrír þann tíma, sem fx-am yfir er 30 daga frá því að kaupin gerð-
ust, og skal það reiknað eflir því sem venja er til, eða eftir samkomulagi. Kröfur
um endurgreiðslu á slíkum gjöldum skulu sendar útflutningsnefndinni tafarlaust,
þegar varan er komin um borð.
8. gr.
Alt meðalalýsi, hvort heldur er gufubrætt eða hrátt, skal vera i blikktunnum
með trjehylki utan yfii', eins og venja er til, en sjeu þær eigi til, má nota eikai--
tunnur, gei’ðar úr steinolíutunnum, enda sjeu þær áður grandgæfilega gufuhreinsað-
ar og þvegnai’. Einnig má nota steinoliuföt, ef eins er farið með þau, en gæta verð-
ur þess vandlega að þessum reglum sje nákvæmlega fylgt, svo meðalalýsið engan
veginn geti skemst vegna þess, að ílátin hafi ekki verið nógu vandlega hreinsuð og
undirbúin. Á meðalalýsi sem verður selt í eikartunnum eða fötum, verður verðið
10 krónum lægra fyi’ir hver 105 kilo án umbúða.
9. gr.
Matið, sem fram fer hjer á landi gildir að eins til bráðabirgða. Fullnaðarmat
fer fram þá er lýsið er komið til Bretlands, af fulltrúa Bandamanna þar, en þang-
að til greiðir útflutningsnefndin alt að 50°/o af verði meðalalýsisins og alt að 75%
af andvirði iðnaðarlýsisins.
10. gr.
Meðalalýsi fyrsta flokks skal vera framleitt úr nýrri þorskalifur. í því má alls
ekki vera neitt efni sem ekki getur orðið að sápu. Súrinn má ekki vera meira
en 2V2°/o. Það skal vera hvítleitt eins og viðurkent sýnishorn nr. A. I. A.
Annars flokks meðalalýsi, þar með talið hrátt meðalalýsi, má framleiða úr
ýmiskonar fisklifur. 1 því má helst ekki vera neitt efni sem ekki getur orðið að
sápu, og sje umfram V/^/o í því af efni sem ekki geta orðið að sápu, verður
dregið frá verðinu hlutfallslega. Súrinn má ekki vera meiri en 9°/o. Litur þess sje
samkvæmt viðurkendu sýnishorni.