Ægir - 01.08.1918, Side 12
132
ÆGlR
og kaldn sjávarins (Pólsstraumsins) lcngra
úli. Samfara rauðátunni er líka stærri
»áta«, smávaxin krabbadýr, en miklu
stærri vexti þó en rauðátan, sem ncfnd
eru augnasíli, silögn, agga, kríli o. 11.
eins og áður er sagt.
Pað var sagt frá því i fyrsta kaila, að
bilinn i maí er undir 4° C. á svæðinu
frá ísafjarðardjúpi að Papev. í júní
cr 4°-jafnhitalínan laus við landið, o:
komin norður og austurfyrir land og þá
er hitinn kominn yfir 5° alstaðar, nema
á svæðinu milli Sléttu og Breiðdalsvíkur.
í júlí er hann alslaðar orðinn yfir 6°,
nema milli Borgarfjarðar og Eyslrahorns
og i ágúst kemst hann alstaðar yfir
þessi takmörk, en nær þó hvergi 7°.
Pegar lengra líður á sumarið, fer hitinn
að lækka aftur. Sést það á þcssu, að það
er náið samræmi milli þess, hvernig hit-
inn vex frá suðúrströndinni, norður- og
austurfyrir land, og þess, hvernig átan,
fiskaseiðin og síldin færast sömu leið.
Og vert er að taka eftir því, að sami
liiti (5° línan) er jafntljótur að færast frá
Reykjanesi að Melrakkasléttu og' frá
Ingólfshötða að Brciðdalsvík.
Þess var getið í fyrsta kaflanum, að
smáátan væri aðalnæring fiskseiðanna,
(seiða nytjafiskanna) meðan þau lifa
sviflifi, en þegar nytjaíiskarnir sfækka,
hælla þeir alltlestir að lifa á smáátu.
Aftur á móti er smáátan aðalfæða flökku-
fiska þeirra, sem eru svo afar-mikilsverð
fæða fyrir suma af vorum allra nytsöm-
ustu fiskum, eins og þorskinn, eftir það
að hann er kominn af smáþyrslingsaldr-
inum, ýsu, skarkola, smálúðu o. fl. Þeir
ilökkufiskar, sem hér er um að ræða
eru loðna, sandsili og síld. Ferðir þeirra
og aðrir hættir hafa afarmikil áhrif á lífs-
hætli fiska þeirra sem á þeim nærast
og er þvi ástæða til að minnast nokkuð
frekara á Iivern einstakan þeirra.
Loðncin (vorsílið) er ishafsfiskur, sem
gýtur (í botni) alt í kringum ísland og
að likindum oft mjög nærri landi. Eins
og alkunnugl er, koma oft ógurlegar
torfur af henni upp að suðurströndinni
á útmánuðum (i marz og opril) svo að
sjór er slundum krökur á margra mílna
svæði, ýmist úti á djúpmiðum eða inni
í vikum og vogum. Gýtur hún þar oft i
slórum stýl og deyr unnvörpum að lok-
inni hrygningu (gýtur að eins einu sinni
á æfinni?) En það er ekki nema sumt
af henni sem gýtur við suður- og suð-
vesíurströndina; fjöldinn af henni yfir-
gefur þessar slóðir og heldur á burl
vestur og norður á hóginn, vestur fyrir
Jökul (c: Snæfellsnes) og svo liklega
lengra norður og austur. Ef til vill kem-
ur eitthvað af henni utan af hafi upp að
vesturströndinni. Hún er fljót í ferðum
og hefir oft stutla dvöl á sama stað og
fiskimenn segja, að hún leiti helzt á
vindinn. Þar sem loðnugöngurnar koma,
verður uppi fótur og fit á öllu. Hvalir
og þorskur hafa fylgt göngunni utan af
hafi og legufiskurinn sem fyrir er, verður
snarvitlaus; hann herjar á loðnulorfurnar
og trcður sig fullan af þessu sínu kærasta
sælgæti og hafi loðnutorfurnar enga við-
dvöl, þá slæst liann í för með henni eða
eltir hana, hver veit hvað. Sumar vertið-
ar kemur hver loðnugangan eftir aðra
og kemur öllu i uppnám i hvert skifti
og vill það reynast svo, að alli verður
stopull þegar svo er. En staðnæmist
loðnan svo að fiskurinn fái að eta sig
fullann — og lil þess þarf ekki svo lílið, —
»legst hann á meltuna« á eflir og gefur
sig svo síðar til sem legufiskur, þegar hann
fer að svengja aftur. Þegar kemur fram
í mai og júni er Ioðnan komin norður
og austur fyrir land og gýtur þá þar.
En á þeim slóðum er alt sumarið mikið
af loðnu af ýmissi stærð (fyrir sunnan