Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1918, Side 19

Ægir - 01.08.1918, Side 19
ÆGIR 139 í Enskuvík eru 6 kofarústir. Elztar þeirra eru rústir af Hollendingakofa frá 1611, en þar stendur nú ekki steinn yfir steini. Skamt þar fyrir norðan er stöð sem Austurrikismenn reistu fyrir mörg- um árum og eru húsin þar mjög vel gerð og lítið skemd. Eru þau fjögur saman og höfðu norskir vetursetumenn hafzt þar við i vetur. Þar fundum við nokkrar matarleifar kornvöru, smjörlíki, skyrbjúgs-líkör og ediksýru. Þar fundum við einnig dagbók, sem vetursetumenn höfðu haldið, en hún náði eigi lengra en til 1. nóv. og virtist svo sem hætt hefði verið við hana i miðju kafi. Þar stóð að einn vetursetumanna hefði skot- ið 180 blárefi, 20 hvíta refi og einn rostung á tímabilinu frá 20. september i' fyrra og lil októberloka. Má af því sjá, að góð er veiðin þegar ísinn kemur. Frá Enskuvik fórum við til Maríuvikur. Yar þar og mikill viður, en fúnari held- ur en í Enskuvik. Þar fundum við kofa vetursetumanna frá 1909 og rétt hjá þeim kofa var leiði eins þeirra félaga, sem látist hafði um veturinn. Yar kross á leiðinu og áletrað nafn mannsins og dánardægur. í Enskuvik fundum við og leiði tveggja Austurrikismanna og eins Norðmanns. Þar var og fánastöng og hékk á henni ræfill af sænskum fána. I fjóra daga vorum við önnum kafnir við það aó fylla lest bátsins af timbri. Yoru það alt 4—6 álua drumbar, sem við tókuin og alt pitspine. í þrjá daga vorum við að því að taka timbur á þil- farið. Stærsta tréð, sem við fundum á eynni, var 20 álna langt og rúm alin í þvermál. En það var svo fúið, að við gátum eigi hirt nema 12 álnir af því. — Hvað komið þið með mikið af trjáviði alls? — Það get eg eigi glögglega sagt þvi að viðurinn hefir enn eigi verið mældur. En báturinn ber 35 reg. smálestir og var alveg hlaðinn, svo að þar af má nokkuð sjá hve mikill er farmurinn. — Hvernig hefir förin borgað sig? — Hún hefir borgað sig vel vegna þess að báturinn var óvátrygður. En hefðum við átt að greiða 8% vátrygg- ingargjald af honum eins og heimtað var, þá býzt eg við að kostnaður og hagnaður hefði orðið svipaður, eða alveg staðið í járnum. Það mundi borga sig vel að senda menn til eyjarinnar og láta þá saga þar niður við og draga saman og sækja svo farm þangað. Er það of dýrt að hafa skip þar til þess að biða eftir þvi að viðurinn sé dreginn saman því að það er seinlegt verk og afar erfitt vegna þess hve viðurinn er langt frá sjó — rúmlega 75 faðma — og eins vegna hins hvað hann er fúinn. Þykist eg þess fullviss, að góðan hagnað mætti hafa af þvi, að hafa þar vetursetumenn til þess að draga saman við og saga hann niður með vélum. Má þá velja viðinn vel og þarl’ eigi að hirða annað en það sem bezt er og ófúið. Á hitt ber og að líta að hafn- leysur eru á eynni og eigi víst að altaf tækist jafn greiðlega og nú með að ná í farm. Sagaður viður rúmast einnig betur i skipi og er betri verzlunarvara heldur en rekaviður óunninn. Morgunblaðið 4. sept. 1918. Dreng-ileg- hjálp. Það mun ekki hafa verið getið í nein- nm blöðum um þann atburð síðastliðið haust hinn 17. d. októbermánaðar, er mótorbátar frá Keflavik björguðu nokkr- um róðrarbátum úr Garði, en með því

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.