Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 13
ÆGIR 7 sem viðrar en á nokkrum öðrum stað norðan lands, að Akureyri einni undan- skilinni, og auk þess skemst að leita þangað i vondum veðrum. Þá er þar myndarlegt vélaverkstæði við hendina ef á þarf að halda, og siðast en ekki síst, aðstaða með beituútvegun hin bezta, eftir að sildveiðin byrjar á sumrin, en hins vegar litið eða ekki dýrara að afla beitu frá Akureyri og Inn-Eyjafirði að vorinu, smásíldar og loðnu, sem sjald <n bregst þar, heldur en frá hinum öðrum veiði- stöðvum við Eyjafjörð, þar sem lang- flestir vélbátar halda út frá Siglufirði og þar af leiðandi geta fleiri haft samlög um báta til beituflutninga. Nú eru Síglfirðingar að bj'ggja stórt og vandað fiystihús til síldargeymslu. Er það hið mesta nauðsynjaverk og naum- ast er það vansalaust að útgerðarmenn á Siglufirði hafa orðið að hætta róðrum vegna beituleysis, þrátt fyrir sína ágætu höfn, svo að segja strax og sildveiðin bætti á haustin, þar sem þó hafa veiðst svo hundruðum þúsunda tunna skiftir af sild sumar eftir sumar, en hinsvegar alveg áreiðanlegt að oft fengist talsvert mikill fiskur úti fyrir Siglufirði, langt á vetur fram ef eitthvað væri til að stinga á önglana. Vonandi verður þetta Sigl- firðingum til mikilla hagsbóta í framtíð- inni, og ýmsum fleiri, því margir aðrir bátaeigendur hafa látið í ljósi við mig að þeir mundu halda til á Siglulirði fram eftir vetri, ef þar væri beitu að fá, enda er mikið auðveldara að koma sér þar niður þann tíma heldur en að sumr- inu, þegar hver einasta smuga er yfir- fylt vegna sildveiðanna, en bryggjupláss og húsrúm auðvitað takmörkum bundið þar ekki siður en annarstaðar, nema fremur sé. Fiskiganga á grunnmið og inn á firði hefir þetta sumar og haust verið óvana- lega lítil, og afli árabátanna þarafleiðandi venju fremur rýr. Þetta er því eftirtekta- verðara, sem fiskur virðist hafa verið með mesta móti á djúpmiðum á sama tima og ekkert bendir til þess, að vetr- áttufar eða breyttir straumar sé þessu valdandi. Eitt er víst að svona er þessu varið og eins hilt að til þessa hljóta að liggja einhverjar orsakir, ein eða fleiri. Hverjar þær kunna að vera skal eg ekki fullyrða neitt um. Staðhæfingar um þetta efni verða að bj'ggjast á meira en eins árs reynslu og svo nákvæmum rann- sóknum, sem kostur er á. Þrátt fyrir það tel eg mér skylt að skýra frá grun minum, einkanlega þar sem eg styðst við umsagnir nokkuð margra glöggra og reyndra fiskimanna, er eg hefi borið þetta mál undir á ferð- um mínum í haust og vetur. Eg fyrir mitt lejdi, álít að orsökin geti legið í síldarverkun úllendinga á skipum úti. Með l'iskiveiðalöggjöf síðasta Alþingis voru setlar rammar skorður við því, að útlendingar gætu hagnýtt og verkað síld- arafla sinn á Iandi hér, að meginþorri þeirra var tilneyddur að taka upp síld- arverkun úti á rúmsjó, eða hætta sild- veiðunum ella. — Sluðningsmenn þessa máls á þingi og utan þings litu svo á, að þetta vsRri vissasti vegurinn til þess, að fyrirbyggja ofmikla síldveiði og um leið tryggja íslenzkum framleiðendum betri markað fyrir síldina. Þeir höfðu ekki trú á þvi, að Sviar og Norðmenn mundu geta verkað síldina úti svo nokkru næmi. En nú hefir reynsla síð- asta sumars orðið alt á annan veg. Nær- felt helmingi meiri sild hafa útlendingar fiskað hér við land í ár en í fyrra og mestur hluti þess er saltað á rúmsjó. Hversu mörg útlend skip hafa stundað

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.