Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 24

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 24
18 ÆGIR alt verið gert sem unt er, til þess nð þrifnaður aukist, með því að baðklefar hafa verið útbúnir á tveim farrýmunum, og ennfremur rúmgóðir ræstiklefar á öll- um farrýmum og þvottaáhöld í öllum klefum sem ætlaðir eru farþegum. Margt hefir verið skrafað um þetta skip, sem enn er í smíðum og dómar manna um það hafa verið háværir, þótt fáir hafi séð það og enginn reynt. í fyrstu var svo tilætlað, að öðru farrými væri skift í tvent, þannig, að það væri bæði í framparti skipsins og aftur i og fyrsta farrými í miðju skipi. Þá mun hafa verið svo til ætlast, að þriðja farrými væri ekkert, en þessu er nú hreytt og er þar stigið stig, sem kemur sér betur og vinnur meira að siðmenningu ferðafólks, en þótt skipið aðeins hefði haft fyrsta farrými og ekkert annað fyrir farþega, að vísu væri það bezt, eins og sést hefir á prenti, að allir væru svo stæðír, að þeir- ferðuðust þannig, en enn sem komið er verður slíku ekki lcomið við, sökum þess að vilja vantar hjá sumum, til að greiða fyrir flutning, nema bið allra minnsta sem hægt er að komast af með og svo kemur getuleysið, sem ekki verður ráðin bót á í svip, en eftir öllum sólarmerkjum, verður máske ekki svo langt að bíða, að við allir verðum að ferðast á sama far- rými — og þá fá þeir vilja sinn, sem halda þvi fram að svo eigi að vera. Erindi farþega eru svo mörg og rnarg- brotin og allir vilja fá far, þegar þau erindi kalla að. Sumir fara sér til skemt- unar og eru í sínum beztu flikum, aðrir hafa verk að inna, sem leyfir þeim að vera í góðum fötum. Svo eru aðrir, sem eru i þeim erindum að leita sér óvissrar atvinnu; þeir ferðast i vinnufötunum og skilja sparifötin eftir heima, sömuleiðis þeir, sem eru á leið til sjávar, eða eru á ieið úr verinu heim til sín. Þessir síðar- töldu, munu sjálfir kjósa að geta verið út af fyrir sig, þar sem búningur þeirra verður ekki ásteylingarsteinn. Eftir þá ferð, þegar þeir sömu eru heim komnir, getur vel svo farið, að þeir bæði hafi vilja og ráð til að ferðast á fyrsta far- rými, þurfi þeir eitthvað að bregða sér, en þá ferðast þeir í þeim flíkum, sem þar á við. Öll skrif og stælur um þetta efni breytir engu. Góð herbergi fyrir 32 menn á þriðja farrými eru framfarir í okkar fólksflutn- ingum og eitt af því, sem þjáð hefir þá, sem neyðst hafa til að ferðast á hinu svo nefnda 3ja farrými á strandaskipunum, sem hefir verið lestin, er hve ilt og örð- ugt hefir verið að fá vatn til að þvo andlit og hendur, en það er meðal sem hressir hálfsjúkt fólk jafnt og heilbrigt. A »Esju« er úr þeim vandræðum leyst. Framkvæmdastjóri E. Nielsen mun fastlega hafa mælt með þessu þriðja far- rými, enda mun honum öðrum fremur kunnugt um hvernig þvi fólki líður, sem neyðist til að dvelja í lestinni í marga sólarhringa, á leið kringum land. Hvernig hið nýja skip fari að renta sig þannig útbúið og því er lýst, verður timinn að sýna, engin ágizkun gerð hér, en til vöruflutninga inilli landa virðist lestarrúm vera of lítið, þegar þess er gætt, að þannig útbúið skip, þarf að fá miklu meira fyrir það, sem það flytur, heldur en t. d. »Borg«, þar sem sára litlu hefir verið kostað til að því, er herbergi og nýtýzku útbúnað snertir. Hér hefir sú saga gengið milli manna, að vél sú, sem setja á i skipið, sé gömul, sumir segja úr botnvörpuskipi. Slíkar upplýsingar eiga eflaust að hressa upp huga manna. Þegar þessar flugufregnir fóru að ber- ast út og bárust til eyrna framkvæmdar- stjóra E. Nielsen, sendi hann þegar i

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.