Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 23

Ægir - 01.01.1923, Blaðsíða 23
ÆGIR 17 Strandferðaskip ríkissjóðs sem verið hefir í smíðum hjá Kjöben- havns Flydedok og Skibsværft i vetur, hljóp af stokkunum 3. febrúar siðastl. og hlaut þá nafnið »Esja«. Skipið mun verða hið vandaðasta i alla staði og skal því nú lýst nokkru nánar. Lengd skipsins er 184 fet og breidd 30 fet, dýpt 18 fet 6 þumlungar og er tvö- faldur boln í því öllu. Lestarrúm verður allmikið eftir því sem gera er, þar sem skipið á aðallega að verða með farþega- rúmi, og það tekur upp alt milliþilfar skipsins. Er gert ráð fyrir að skipið lesti um 300 smálestir af allskonar vörum, og 150 smál. kolaforða getur það haft. Vélin er um 050 I. H. K. af nýjustu og beztu gerð, og eyðir um 8 smál. á sólarhring með 10'/2 sjómílu ferð á klukkustund, fullfermt. Á miðju þilfarinu er hús fyrir borð- salinn og íbúðarklefa yfirmanna skipsins. Ofan á því verður annað hús, þar sem er reykskáli, íbúð skipstjórans og loft- skeytastöð skipsins. Par uppi yfir er svo stjórnpallur og bestikhús. Að aftan er annað hús og í því er borðsalur og reyk- skáli II. farrýmis, þriðja húsið er framar- lega á þiltarinu og er þar gengið niður á III. farrými. Er spilinu fyrir fram- lestina komið fyrir upp á þvi, og enn- fremur er þar leitarljós, sem er mjög nauðsynlegt fyrir skip eins og þetta, er siglir i strandferðum. Eins og áður er sagt, er skipið einkan- lega ætlað til farþegaflutnings. Er rúm fyrir alls 155 farþega á skipinu, þar af 63 á fyrsta farrými, 60 á öðru og 32 á þriðja. Á fyrsta farrými eru 6 klefar með rúmi fyrir 2 farþega hver, og 6 fyrir 4 farþega hver. 1 borðsal er 16 farþegum ætlað rúm ef þröngt er og 5 í reykskála. Tveir sérstakir sjúkraklefar eru á skipinu, annar tekur 4 farþega og hinn 2. Bað- klefi með kerlaug og steypibaði er þar einnig. I borðsalnum geta 38 manns borðað í einu. Annað farrými er eins og áður er sagt aftur á og eru þar 10 fjögramannaklefar og 2 klefar með rúmi fyrir 6 farþega hvor. í borðsal og reykskála er gert ráð fyrir að hægt sé að búa um 8 manns. Borðsalurinn er á þilfari og verður bæði bjartur og rúmgóður. Reykskáli verður við hliðina á borðsalnum, sömuleiðis á þiifarinu. Auk þess sem þvottaáhöld verða í hverjum klefa, verður ræstiklefi innar af innganginum upp á þilfarinu, og enn- fremur verður sérstakur baðklefi niðri með steypibaði til afnota fyrir farþegana. Á skipinu verður útbúið III. farrými fyrir framan I. farrými. Eru þar 8 klefar, 2 tveggjamanna, 4 fjögramanna og 2 sex- mannaklefar. 1 klefum þessum eru rúm og þvottaáhöld, ofn o. s. frv., en í rúm- unum eru þó eigi önnur rúmföt en mad- ressa, og verða farþegar þvi sjálfir að leggja sér þau til. Sérstakur borðsalur er þar einnig. Auk þvoltaáhalda þeirra sem eru i hverjum klefa, verður sérstakur ræstiklefi fyrir alla þriðja farrýmis far- þega i húsinu yfir III. farrými. Sérstakur klefi verður útbúinn á fyrsta og öðru farrými fyrir farþegafarangur, og verða skipsmenn látnir taka við og láta úti farangur fólks til þess að koma i veg fyrir glundroða með farangurinn, sem oft hefir átt sér stað áður. Loftræsting verður mjög góð í skipinu, þar sem rafmagnsvindur verða viðsvegar um skipið tii þess að dæla hreinu lofti niður um það alt. Eins og sjá má af framanrituðu, hefir hér í mörgu verið breytt til batnaðar írá þvi sem áður var, og sérstaklega hefir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.