Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 6
148 ÆGIR þrátt fyrir alla erfiðleikana, vegna þess að atorka og dugnaður Bolvíkinga reynd- ust erfiðleikunum yfirsterkari og meiri en sanngirni gat krafist. Þegar þeir sáu, að ekki var viðlit að láta mótorbáta liggja á veturnar á víkinni, sem er bæði grunn og opin fyrir öllum sjó, utan haf- öldu og álandsstormsjó, var ekki um annað að gera, ef plássið átti ekki að dragast stórkostlega aftur úr, en að setja bátana upp eftir hvern róður (það mátli allvel takast, af því að þeir voru léttir til að byrja með); það var gert og það dugði. En það er erfitt, þegar mikil er lá; þó er uppsetningurinn ekki svo slæm- ur; þeir hafa stórar gangvindur og nóg- an mannafla og geta því sett fullan kraft á bátinn þegar hann tekur niðri á hlunn- unum, þvi að á hlunnum einum eru þeir settir og enginn annar útbúningur er talinn til gagns, nema sín skorðan á hvorri hlið, hengd á bátinn. Styðja svo 2 menn bátinn með því að setja bökin við hann, en halda hvor sinni skorðu á lofti og láta hana taka niðri, ef báturinn ætlar að hallast um of. Framsetningur- inn er miklu erfiðari, einkum á veturna þegar fjaran er öll í klaka. í*á er erfið- ast að tempra ganginn og aftra því að báturinn falli á hliðina. Tekur þá mjög til stuðningsmannanna og verða bök þeirra að taka á móti öllum þunganum. Svo illa fer þetta verk með menn, að margir hafa fengið marin og meidd bök, og liggur því við, að menn séu aðgefast upp við uppsetninginn (þar sem nú bát- arnir eru líka stærri en í byrjun). En verði hætt við hann, er framtið staðarins í voða, nema brimbrjóturinn verði kom- inn nógu langt á undan. Nú, rúmum 20 árum eftir að mótor- bátarnir komu til sögunnar, er því svo háttað, að úr Bolungavik gekk á síðustu verlið 21 mótorbátur og fáeinir sexær- ingar. 20 af mótorbátunnm átlu þar heima; aðeins einn aðkominn. Arin 1913 —’14 gengu 34 mótorbátar, svo að aftur- för hefir orðið mikil og hefði orðið enn meiri, ef Pétur Oddson kaupmaður1) hefði ekki gert úl Vs al' öllum flotanum, því að margir hafa gefist upp siðari árin, vegna ýmissa erfiðleika. t*að ganga þá nú sem sagt rúmlega 20 mótorbátar, og vegna selningsins eru þeir allir smáir, ‘2xh—l smáJ., með 2‘/2—8 h. k. vél og sagðir að endast í 7 ár, án við- gerðar. Á iiverjum bát eru 6 menn og talið, að hver mótorbátur afli á við 3 sexæringa, en kosti 5—6 sinnum meira. Hver bátur leggur 50—100 lóðir í einu, tiðast 60—80, svo að önglatjöldinn, sem í sjóinn er lagður i hverjum róðri verð- ur um 6000 á bát, eða 120—130 þús. alls. Við það bætast nokkurir róðarbátar, og verður þvi önglafjöldinn nokkuð svipaður og í tíð róðarbátanna um aldamótin, enda samsvarar það nokkurn veginn þvi, sem sagt var, að hver mótorbátur aflaði á við þrjá sexæringa; en slæmur galli er það, að þeir kosta nál. tvöfalt meira en hinir i hlutfalli við aflann, og eru mikið dýrari í rekstri, enda þótt þeir séu ekki nærri eins mannfrekir. Og það er þessi dýrleiki í útgerð þeirra, samfara aflatregðu og verðfalli á afla siðustu árin, sem hefir valdið fækkun þeira.2) Dagana sem eg dvaldi í Víkinni, var allgóður afli, 500—600 kg. af hausuðum og slægðum fiski (þorski, stútungi, þyrsk- lingi, ýsu, stórufsa og löngu), og auk þess mildð af smálúðu (»lokum«) og nokkuð af steinbít, og gerði sá afli ekki betur en borga róðurinn. Alt er svo dýrt, sem út- gerðin þarfnast og einn stóri gjaldalið- í) Um æfi og starfsemi þessa merka manns má lesa í Ægi, XV. árg., 8.—9. tbl. 2) Súgfirðingar stunda handfæraveiðar (»skal<«) á sínum bálum á sumrin og gefst það vel.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.