Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 13

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 13
ÆGIR 155 bergen að þessn skotska skipi undan- teknu. Það bar við þessi árin að íiskurinn var í stóruni torfum á 4—5 faðma dýpi út á fimtugt. Meðalafli hinna litlu »jagta« var þessi árin 20—30 þúsund fiskar, en 1876 aflaði eitt skipið með 7 mönnum, 76 þúsund, sem þeir flöttu alt og sölt- uðu. Af þessum afla seldu þeir kaup- mönnum, sem voru á gufuskipi frá Kristj- ansands til fiskikaupa við Spitsbergen — 30 þúsund fiska, en sigldu heim með af- ganginn. í Bellsundi aflaði skip með 7 mönnum eilt árið, 25 þúsund fiska á 14 dögum, að mestu leyti á 4—5 faðma dýpi. Árið 1881 og 1882 gekk fiskur elcki inn í firðina eða upp á grunnið en hélt sig á dýpinu. Við Bjarnarey hafa þorsk- veiðar ekki verið stundaðar og engin merki um feng þar. Afli við Spitsbergen varð árin, sem hér um ræðir þessi: 1874 37,000 þorskar 1875 147,000 — 1876 569,800 - 1877 167,600 1878 431,600 — 1879 595,200 - 1880 270,200 - 1881 365,600 — 1882 249,200 - Árið 1883 voru 18 skip frá gerð út til veiða við Spitsbergen, þau reyndu fyrir sér á öilum gömlu slóð- unum og' viðar, en urðu hvergi vör og sneru við svo búið heim. Þar með end- aði þetta þorskveiðatímabil þar nyrðra — þorskuriun var horfinn, í sumar hafa fiski-rannsóknir larið fram við Spitsbergen en fiskilaust er þar enn að heita má. (Úr Norsk Fiskeritidende). Formamiavísur. Þótt að á árunum 1880—1890 gengju allmörg þilskip frá Hafnarfiði, stunduðu margir sjóróðra þaðan á opnum bátum, á vetrar- og vorvertíðum, enda gekk fiskurinn þá oft inn á grunnmiðin i Hafnarfirði. Úr Firðinum mun þá hafa gengið um nær 20 tveggjamannaför til þorsk- og hrognkelsaveiða. Formenn á bátunum voru þessir: Guðmundur Halldórsson, Sveinn Auð- unsson, Sveinn Steindórsson, Jón Jóns- son, Oddsbæ, Jón Jónsson, Hraunprýði, Guðmundur ólafsson, Hendrik Hansen, Jóhann Baldvinsson, Halldór Helgason, Ásbúð, Krislján Ólafsson, Árni Árnason, Gisli Jónsson (hafnsögumanns), Guð- mundur Einarsson, Daníel Jónsson, Hraunprýði, Einar Jóhannesson, Helgi Sigurðsson, Guðmundur Guðmundsson, Hellu og Guðmundur Sigvaldason, Ásbúð. Um alla þessa fonnenn voru þá orkt- ar formannavísur; voru þær kveðnar í »rímnastýl« og með rímnalagi (stikluvik) og i líkingu við aðrar eldri formanna- visur, eftir ýmsa höfunda. Vísurnar virð- ast vera allvel rimaðar, en svo auðugar af Eddukenningum (Edduhnoði), að höf- undurinn, sem nú er orðinn gamall maður, hefði ekki látið þær koma fyrir almenningssjónir hefði hann orkt þær á síðari árurn. Með því að ritstjóri Ægis hefir mælst til, að eg sendi honum nokkrar for- mannavísur, eftir minni, og með því, að eg ímynda mér, að þó að formannsvísur yfirleitt, hafi ekki í sér fólgið neitt veru- legt skáldlegt gildi, mundu margir sjó- menn hafa gaman af að læra þær og kveða i frístundum sinum, set eg hér nokkur sýnishoru af áminstum Hafnar- fjarðar-fomannavísum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.