Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 16
158 ÆGIR stýrimannsskírteini i utanlandssiglingum. Sé um gut'uskip að ræða, hefir sá einn réttinn, sem fengið heflr einnig skírteini það, er um getur í 15. grein. 17. gr. Sá einn getur öðlasl stýrimanns- skirteini á verzlunarskipi í utanlandssigl- ingum, er: a. hefir eigi verið dæmdur fyrir nokk- urt það verk, er svívirðilegt er að almenningsáliti; b. sannar, að sjón hans sé svo fullkom- in, sem nauðsynlegt er fyrir stýri- menn; c. hefir slaðist íarmannapróf við stýri- mannaskólann í Reykjavik; d. hefir verið liáseti eftir 16 ára aldur minst 36 máuuði; af þeim tima ann- aðhvort 18 mánuði fullgildur háseti á verzlunarskipi i utanlandssigling- um eða 12 mánuði fullgildur háseti á fiskiveiðaskipi í utan- og innan- landssiglingum og 12 mánuði full- gildur háseti á verzlunarskipi í ut- anlandssiglingum. Fullgildur háseti telst sá, er lær vott- orð skipstjóra um að hann kunni til allra algengra verka á sldpi. V. KAFLI. Ákvæði ýmislegs efnis. 18. gr. Ekkert islenzkt skip, sem stærra er en 30 rúmlesta, má afgreiða frá nokk- urri höfn hér á landi, til ferða milli ís- lands og annara landa, eða i innanlands- siglingar, nema því að eins, að á því sé til starfa að minsta kosti einn stýrimað- ur auk skipstjóra, og sé um verzlunar- gufuskip að ræða, sem er meira en 300 rúmlesta, skulu stýrimenn vera minst tveir. 19. gr. Þeir, sem fullnægja skilyrðum þeim, er sett eru hér að framan, i 7., 10., 14. og 17. gr., eiga heimtingu á að fá skirteini þau, sem þar eru talin. Skirteini þessi skal rita eftir fyrirmynd, er ráðherra íslands lætur semja, og skulu þau gefin út af lögreglustjóra. Fyrir skipstjóraskírteini skal greiða 10 krónur, en stýrimannsskirteini 2 kr., og rennur hvorttveggja í landssjóð. Nú vill einhver ekki hlíta úrskurði lögreglustjóra, um úlgáfu sldrteinis, og gelur hann þá sent Stjórnarráði íslands kæru sína, sem gerir út um málið, en þó hefir kærandi óskertan rélt til að leita dómsúrskurðar. 20. gr. Frá þeim tíma að lög þessi hafa öðlast gildi, skulu skipverjar sanna sigl- ingatima sinn með sjóferðabók, sem stjórnarráðið lætur semja og hverjum skipverja er skylt að la hjá lögskráning- arstjóra, l'yrsta sinn sem hann er lög- skráður á íslenzkl skip eftir greindan tíma. Skal sjóferðabókin jafnan lögð fram, þegar sanna á siglingalima þann, er um ræðir í 7., 10., 14. og 17. grein. 1 sjóferðabókinni skal skýra frá l'ullu nafni skipverjans, l'æðingarstað, fæðing- ardegi og fæðingarári; svo skal þar og vera stutt lýsing á útliti hans og vexti og sérkennum, ef einhver eru. 1 bókinni skal ennfremur skýrt lrá stöðu skipverjans á skipinu, nafni, teg- und og stærð skipsins, hvenær hann er skráður á skip og af þvi og af hvaða á- stæðu hann fór af skipinu; svo skal þar og skýrt l'rá hegðun hans og framferði á því. Skipstjóra ber að geyma sjóferðabæk- ur skipverja, útfylla þær og undirskrita. Skal sjóferðabók hvers skipverja stimpl- uð með embættisstimpli skrásetningar- stjóra, í hvert skifti sem skipverji er skráður af skipi, og skal hún þá afhent skipverjanum. 21. gr. Nú er maður, er fengið hefir skipstjóra- eða stýrimannsskírteini, dæmd- ur fyrir eitthverl verk, sem svívirðilegt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.