Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 8
ÆGIR Í50 hverntíma i framtíðinni; en hvað sem þeirri höfn líður, þá verður brimbrjót- urinn að koma sem fyrst, í fullri lengd, og án hans gæti höfnin heldur ekki verið, svo hann verður að sjálfsögða að koma á undan henni. En sjálf gæti hún ekk- ert gagn gert fyr en hún væri fullgerð. Allir, sem hlut eiga að máli, bæði innan héraðs menn, sýslufélagið, verkfræðingar og hið opinbera fjárveitingarvald verða að taka höndum saman í því, að fá garðinn fullgerðan, eins fljótt og efni og ástæður leyfa. Fleira en þetta gæti eg sagt um Bol- ungavík, en læt hér við sitja. B. Sœm. Kapp og met. í Skírni 1920 ritaði eg grein um »Kapp og met« í ýmsum vinnubrðgðum og flutti siðar er- indi nokkurt um það á ípróttanámsskeiði. Nú hefir herra skólastjóri Friðrik Hjartar á Suð- ureyri gengistfyrir pví í ípróttafélaginu »Stefni«, að menn reyndu sig í pvi aó beita lóðir og leggja, og hefir félagiö pegar haft eitt kapp- rnót, par sem 12 menn keptu í að beita en 9 í að leggja. Birlist hér grein sú er hr. F. H. rit- aöi um petta í blað ípróttafélagsins, og virðist hún geta átt erindi víðar. Um tilhögun og mat á frammistöðunni skal eg taka petta fram: Sami maður ætli að beita fyrir alla sem keppa í lagningu, til pess að verkefnin verði eins fyrir alla. Timinn, sem hver keppandi er að leggja hinn tiltekna öngla- fjölda, sker pá úr. Pegar kept er í beitingu, pá beitir hver lil- tekna tölu öngla, t. d. 300, og skilar í tveim jöfnum hlutum, a. og b. Tíminn, sem hver er að beita, er athugaöur. Síðan leggja tveir menn. Annar leggur alla a-öngla, hinn alla b-öngla. Timinn, sem verið er að leggja öngla hvers keppanda um sig, er athugaður. Einkunn hvers eins fyrir beitingu verður pá tíminn, sem liann var að beila 300 öngla, að viðlógðum timanum sem verið var að leggja pessa sömu öngla, og ef til vill, að viðbættum jafnmörguin prjúhundr- uðustu pörtum af beitingartímanum eins og beita hrekkur at mörgutn önglum. — Siðan er keppendurn raðað eftir ílýti, og sá fljótasli fær hæstu verðlaun o. s. frv. G, F. Svo sem kunnugt er, hafa einstöku Ungmennafélög gengist fyrir kappslætti í sambandi við iþróttamót. Hefir fólk haft af því hina mestu á- nægju og sýnt þar áhuga engu minni, heldur en þá er um íþróttirnar var að ræða. Og slíkt er eðlilegt. Vinnan hefir það fram yfir íþróttirnar, að hún er lífs- vegur allra, það sem þeir lifa af, og af- koma oft bundin við dugnað. Telja má því víst, að menn mundu hafa mikla ánægju af að sjá menn reyna sig við ýms verk. En þarna er gagnið samfara ánægjunni, því þetta, að eiga kost á því að reyna sig við aðra, mundi vekja hollan metnað í huga allra röskra manna og örva dugnað þeirra, hvetja þá til að verða duglegri og vandvirkari en ella. Nú er ómögulegt, eða ilt, að eiga við sum verk í þessu efni, en aftur eru önn- ur mjög vel til þessa fallin, t. d. að beita (lóðir), að leggja lóðir, að fletja fisk, að afhausa, að taka innan úr fiski, að prjóna, að kemba, að spinna, og sjálfsagt mætti nefna fleiri. Enginn veit nú með vissu, hver fljótastur er að beita hér og enga viðurkenningu hefir sá hlotið, væri þó gaman og gagnlegt t. d. fyrir for- menn, að vita þetta, og góður verka- maður eigi síður verður viðurkenningar, en góður iþróttamaður. riStefnirá1) er sjálfkjörinn til að befjast handa i þessu efni, og gangast fyrir kapp- mótum í einhverjum þeim verkum, er að framan eru nefnd. Tel eg víst að formenn hér mundu 1) Ípróltíifélag.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.