Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1923, Blaðsíða 9
ÆGIR 151 taka vel í þetta mál, og hvetja menn til að get'a kost á sér og reyna sig. Vel mætti t. d. láta menn reyna sig við að beita í samkomuhúsinu. Yrði að gæta þess að aðstaða allra væri sú sama, jafnmargir önglar á lóð o. s. frv. Síðan ælti að leggja lóðirnar; athuga hjá hverjum gengi bezt út, telja hve margar beitur hryggju af í lagningu o. s. frv. Sá, sem fljótastur er að beita, gengur bezt út eftir og fæstar beitur fara af i lagningu, hann íær 1. verðlaun fyrir beitingu. — Og væri kept i lagningu, þá bæri sá íljótasti þar sigur úr býtum o. s. frv. Eg fjölyrði þella ekki meir; eg vona að menn séu mér sammála um það, að bæði sé gagn og gaman að slíkum inótum sem þessum. Auðvitað ættu þau að vera árlega. Það mundi ekki draga úr drengilegri dugn- aðarhvöt margra unglinga, heldur þverl á móti, og heiðursskjölin eða verðlaun- in, er menn fengju á beztu árum sín- um, fyrir að skara fram úr öðrum i ein- hverju verki, mundi mörgum ósvikinn ánægjuauki á »raupsaldrinum« og jafn- framt ævarandi hvöt eftirkomendunum, að ættlerast ekki, verða ekki eftirbátar feðranna, heldur setja ný og ný »met« i hverju verki, sem hægt er að keppa i. Og ekki er hætt við að formenn eða vinnuveitendur, tækju ekki fljótt eftir mönnum þeim, er skarað hefðu fram úr. Og ekki mundu piltarnir lita þá stúlku, sem lljótust væri að spiima, ó- hýrari augum en hina, sem varla kynni að snúa rokk. Að svo mæltu fel eg stjórn félagsins málið lil framkvæmda. Suðureyri, 26. febr. 1923. Friðrik Hjartar. Ný fiskiveiðagufuskip. Undanfarin ár hafa botnvörpuskip, bæði ensk og þýzk verið af líkri stærð. Frakknesku skipin sum hafa verið nokk- uð stærrí, en nú smíða Frakkar tiski- skip, sem eru miklu stærri en slik skip hafi verið til þessa. Er ætlun þeirra að sækja afla til íjarlægra fiskimiða hvar meiri von er um fisk, en á nálægum miðum þar sem fiskveiðar fara þverr- andi. í þýzkum blöðum er þess getið, að í Le Havre séu 6 stór fiskiskip í smíðum, frábrugðin þeim er hingað til hafa þekst. Félagið »Pecheries de France« á þessi skip og eru þau 60 inetra löng, 9,86 metra breið og hæð skipshliðar 5,90 m. Hvert skip er 1825 brúltótons. 800 hestafla þriþensluvél er í liverju skipi og eldsneyti olía. Fiskrúmin eru kæld meðfrystivélum og taka 800 lonn af fiski. Öll nýtízkutæki eru á þessum skipum; lifrin verður brædd á þeim og úr öllum úrgangi unn- ið og honum þannig komið i peninga. í byrjun var fyrirætlunin sú að láta þessi miklu skip stunda veiðar við Ma- roccostrendur, en veiðar þar hal'a und- farið gefið lítið i aðra hönd, svo nú er ákveðið að halda þeim út við New- Foundland. Fróðlegt verður að heyra, hvernig þessum stóru skipum reiðir af og hvort þau muni bera sig, en fyrir- tæki þetta mun að öllum líkindum mesl miða til þess, að frakknesk fiskiskip færi svo mikinn afla til landsins, að sem minstan fisk þurfi að kaupa frá öðrum löndum, því mark og mið flestra Norð- urálfuþjóða er, að sérhvert land reyni að bjarga sér sjálft á þessum örðugu tímura og minki vöruinnflutning, að svo miklu leyti sem unt er.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.