Ægir - 01.03.1929, Side 8
52
ÆGIR
voru taldir allgóð hlaupaslcip undir
seglum, og eru dæmi þess, að þeir
gengu nær þrettán mílur danskar (á
vöku) i liðugum vindi. Svo var þetta t.
d. eitt sinn, er jeg var staddur á „Gide-
on“ „undir Sandi“, milli Kross og
Bryggna (á 15 faðma dýpi). Skall þá á
norðan fárviðri svo mikið, að við gát-
uin ekki haldist þar við og urðum að
hleypa til Eyja; vorum við 30 mínútur
á leiðinni með liálffermi af fiski og öll
segl tvírifuð. Öðru sinni var jeg í há-
karlalegu i útsuður af Pétursey og ekki
all-langt frá landi; gerði þá hroðastorm
á vestan um kl. 9 árdegis og hélst alt til
kvölds; við settum þá upp segl, þvi að
ekki þótti sætt, og krusuðum til Eyja;
lentum við þar kl. 7 og þótti liafa geng-
ið vel.
Þótt bátar þessir mundu nú þykja lítil
skip og ekki á sjó færandi, voru þeir,
eða þóttu áður fyr, furðu góð í sjó að
leggja, og víst er um það, að margar
sögur mætti segja og sumar liarla ótrú-
legar um það hve vel þeir reyndust í
vondu, enda oft mikið boðið, eins og
nærri má geta, i slíkri verstöð sem Eyj-
ar eru, þar sem sækja verður oftast æði-
langt á hafið út, og aldrei i annað hús
að venda um liöfn en Eyjarnar sjálfar,
en sjór jafnan stundaður kappsamlega.
Voru þá oft kröggur í ferðum, þvi auk
annars eru rastir margar í kringum
Eyjar, allar háskasandegar opnum
fleytum, en ekki um annað að tala en
taka liöfn heima eða týnast ella. En
þó urðu sjaldan slys á þessum bátum, og
miklu færri en nú gerast á mótorhát-
unum.
Lítið var um vistaskifti á skipum
þessum, svo að oft var maður í sama
skiprúminu meðan hann rjeri út; liöfðu
menn svo miklar mætur á fleytunni, er
þeir sóttu á björg sína í sjóinn, að þeir
vildu ekki við hana skilja uns þeir
hættu sjómensku með öllu; get ég þess
til dæmis, að jeg var 43 vertiðir á „Gide-
on“ og einn hásetinn 38 vertiðir.
„Ciideon11 gekk til fiskjar í 72 ár, en
þó voru þrír formenn með liann alls:
fyrstur Loftur Árnason bóndi á Þor-
laugargerði en liann fluttist til Ameriku
(Utah), annar var Árni Diðriksson
bóndi í Stakagerði, og' loks Hannes
.Tónsson liafsögumaður að Miðhúsum, er
sett hefir saman þetta greinarkorn.
„Ægir“ þakkar fvrir liina ágætu grein
um „Gideon“ og liinn góða formann
Iians. Slíkar greinar eiga erindi til allra
sjómann og ættu að livetja menn til að
safna saman og birta ýmsilegt um
gamla formenn og gæðaskip. Mun slíkt
engu síður kærkomið lesendum hlaða
og tímarita en ýmislegt annað sem
fram er reitt, auk þess, sem það vai’ð-
veitir fróðleik um atvinnu og fyrir-
komulög á ýmsu fyrr á timum.
Til þessa hefur þögn hvílt jdir ýms-
um afrekum, sem unnin hafa verið á
sjó, en eftir þeim ber að taka eigi síð-
ur en öðru, sem vel er gjört. Vel er að
verið hjá þessum gamla formanni, sem
hér er á minst, að hafa sótt sjó að
vetrarlagi út á Atlantshafið, á opnum
bát í 37 vertíðir, án þess að nokkurt
slys hafi lient, og er fyllilega þess vert,
að hann og lians líkar fengju lieiðurs-
merki fyrir slíka frammistöðu, engu
síður en ýmsir hændur, sem sæmdir eru
heiðursmerkjum fyrir að sitja vel jörð-
ina sína.
Ritstjórinn.