Ægir - 01.01.1930, Page 7
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS.
23. árg
Reykjavík, — Janúar 1930.
Nr. 1.
Sjávarútvegurinn 1929.
Eftir Kristján Bergsson.
Árið sem leið má að mörgu leyti telj-
ast mjög gott að því er sjávarútveginn
snertir, aflinn liefir vfirleitt verið mjög
góður, og verðið má heita að verið liafi
vel viðunandi, og sala á fiski hefir geng-
ið allgreitt, þó mun meðalverðið hafa
verið eitthvað lægra en árið á undan.
Sérstaklega var þó afli góður á öll skip,
sem fiskuðu með lóð og færi, og er
ekki óliklega að það standi að nokkru
leyti í sambandi við það, hvað fiskur
var magur og áta lítil í sjónum, svo að
slikt „megringsár" hefir ekki komið nú
i langan tima.
Því miður hefir ekki verið hægt að
rannsaka hvernig á því stóð, að fiskur
hér við land var á þessu ári — sérstak-
lega f>Tri hluta ársins — svona horaður,
en líklega hefir það stafað af fæðu-
skorti. Og þá er jafnframt ekki ótrúleg
sú tilgáta, sem margur hefir haldið
fram, að „óáran“ sú sem var í svartfugl-
inum fyrir Norðurlandi siðari hluta
vetrarins, hafi stafað af sömu ástæðu,
en svartfuglinn lirundi niður unnvörp-
um og lá í hrúgum víða í fjörunni eða
á fjörðum inni. Og þegar leið á vorið,
eða fram að eggjatíma, sást varla fugl
í björgum, og að minsta kosti bæði í
Grímsey, Drangey og í Hornbjargi urðu
engar tekjur af fuglaveiði á móti því
sem vanalegt er. Ef að megurðin á fisk-
inum hefir stafað af fæðuskorti, þá er
heldur ekki ólíldegt að hið sama hafi
átt sér stað með svartfuglinn, sem lifir
af samskonar fæðu og fiskurinn og sæk-
ir björg sina á líkar slóðir. Það er ó-
mögulegt að segja hvort að átuleysið i
sjónum hafi verið svo mikið, að sumar
tegundir fiska hafi fallið úr hor eða
ekki, en nauðsynlegt væri að rannsaka,
eftir þvi sem hægt væri, og fylgjast vel
með í því hver áhrif slík megurðarár
hafa á fiskimagnið næstu ár á eftir.
Suðurland.
Eins og vant er byrjaði vertiðin þar
strax upp úr áramótunum, og var þá
strax allgóður afli á Akranesi og við inn-
anverðan Faxaflóa. Hásetaverkfall stóð
vfir i byrjun ársins á línuveiðagufuskip-
um og togurum, þó komust fljótlega á
samningar milli útgerðarmanna og há-
seta á línuveiðaskipum, og fengu háset-
ar hækkað kaup sitt allmikið, og varð
að samningum að þeir skyldu fá 8 kr.