Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 11
ÆGI R
5
Grindavík, aðallega ýsa, og sömuleiðis
nokkuð i net og lóðir í Garðsjónum, en
mestallur sá afli var seldur nýr til
Reykjavíkur.
Vestfirðingafjórðungur.
Árið byrjaði þar mjög vel, og hefir
ekki í mörg ár verið jafnmikill afli þar
á vetrarvertíð eins og þennan vetur,
enda var þar eins og annarsstaðar á
landinu einmunagóð tíð og góðar gæftir,
og stærri mótorbátarnir frá Vesturlandi,
sem undanfarin ár liafa stundað veiði
sína frá Faxaflóa, stunduðu nú veiðina
að heiman, svo að 1. marz var aflinn á
Vestfjörðum orðinn 8198 skpd. á móti
/43 á sama tíma árið áður. Að vísu var
þar meðtalinn afli togarans „Leiknis“
frá Patreksfirði, sem stundaði þaðan
saltfiskveiðar allan tímann sem verk-
fallið stóð yfir sunnanlands og Reykja-
víkurtogararnir lágu bundnir; ennfrem-
ur stafar þetta að nokkru af fjölgun
stærri mótorbáta, einkum frá ísafirði,
þvi að þaðan gengu á vertíðinni 10—11
stórir bátar, en ekki nema 6 árið áður.
Frá áramótum og til marzloka var á-
gætisafli í öllum veiðistöðvum við Isa-
fjarðardjúp; sömuleiðis frá Súganda-
f'rði 0g Önundarfirði, en frá hinum
'oiðistöðvunum á Vestfjörðum er afli
vanalega mjög litið stundaður um það
eJti árs,. og fjöldi manna frá þeim
stöðum kemur ávalt suður á land og
stundar atvinnu þaðan vfir vertíðina,
oða þá frá Vestmannaeyjum.
V firleitt má segja að aflinn í veiði-
stöðvunum við ísafjarðardjúp hafi á
þessu tímabili verið helmingi meiri en
arið áður, og sumstaðar töluvert
uieiri, t. d. á Álftafirði; þar aflaðist á
þessum tíma á 1 mótorbát yfir 30 smá-
lestir og 5—6 smærri (4—8 lesta) báta
1200 skpd. á móti 470 skpd. á sama tíma
árið áður á sömu báta; veðrátta var líka
óvenju liagfeld á þessum tíma, svo að
sjóferðir urðu þá fleiri en vant er.
Aftur á móti var vorvertíðin vfirleitt
léleg á Vestfjörðum, enda hamlaði þá
beitulevsi mikið, því þó að síld færi að
fást í mai inni i ísafjarðardjúpi, þá var
hún svo stopul og svo illa gekk að ná
henni, að það fullnægði livergi nærri
beituþörfinni; urðu þvi margir að nota
skelfisk til beitu, helst smábátar inn-
fjarða, en bæði er sú beita vinnufrek,
og' svo víða farið að ganga illa að ná í
skelfisk.
Frá Isafirði fara vanalega á hverju
sumri margir smábátar til Djúpuvíkur
eða Steingrímsfjarðar og stunda þaðan
veiði yfir sumarið, og liefir það oft gef-
ið góðan árangur, en aflinn þar i ár var
mikið minni en undanfarandi.
Aftur á móti var voraflinn tiltölulega
góður á liinum syðri Vestfjörðum, fyrir
sunnan ísafjörð.
Steinbítsafli var tiltölulega minni fyr-
ir Vesturlandi en árið áður, en eftir-
spurnin er orðin mikil innanlands eftir
honum hertum, og bætir það oft upp
þorskveiðina þegar góður steinbítsafli
er. —
Síðari liluta sumars og haustmánuð-
ina var mjög tregur afli við Djúpið,
enda var veðrátta mjög stormasöm, svo
að sjaldan gaf á sjó.
Bæði sökum þess að bátum hefir
fjölgað nokkuð á þessu ári frá Vest-
fjörðum, en þó einkum vegna þess að
stóru bátarnir fóru aldrei suður, heldur
lögðu upp afla sinn heima, verður heild-
araflinn í fjörðunum eins mikill og ár-
ið áður, eða 54960 skpd. á móti 54127
skpd. árið áður.
Smokkur kom mikill upp að Nörður-
og Vesturlandi í júlímánuði,- en tiltölu-
lega stóð hann stutt við og engin fiski-