Ægir - 01.01.1930, Qupperneq 15
ÆGIR
9
ársafla í ár en árið áður, eða 34994 skpd.
móti 42366 skpd., og af því er keypt af
útlendum skipum 3838 skpd., en 1928
2641 skpd.
Síldveiðin.
Sildveiðin gekk mjög vel á árinu og
má telja að þetta ár hafi verið með allra
mestu síldarárum, þrátt fyrir það að
veiðin hætti óvenjulega snemma.
í síðari hluta júnimán. fóru fyrstu
skip Ivveldúlfsfélagsins, sem ætluðu að
leggja upp veiði á Hesteyri, og urðu þá
strax vör við mikla síld á Breiðafirði,
fj’rir sunnan Látrahjarg, og byrjuðu þau
þá strax veiði þar og tóku þar nokkra
hlaðninga. Er það i fyrsta skifti svo
menn viti að síld hafi verið fiskuð þar
i snurpinót eða að hjæjað liafi verið á
sildveiðum svona snemma. Það var auð-
séð að síld þessi var á gangi norður
með landi, enda fór þá rétt á eftir að
fiskast bæði fyrir Vestfjörðum og á
Húnaflóa. Þessi fjæsta veiði kom þó til-
tölulega fáum að notum, því að flest
skipin voru ekki tilhúin að fara eða bú-
ln að gera samninga um sölu á veiði
sinni, þvi að flestum þótti það verð, sein
boðið var, helst til lágt til þess að þau
gætu sint því, enda sumar hræðslustöðv-
arnar, t. d. stöð íslandsbanka á Önund-
arfirði, alls ekki ákveðin í því, livort að
starfrækt yrði. Það varð þó útfallið,
þegar að þessar miklu sildarfréttir héldu
áfram að berast, að flest þ au skip, sem
vön eru að stunda þá veiði, fóru á stað.
En þar sem stöðvarnar voru ekki tilbún-
ar fyr en á siðustu stundu, til að taka
á móti, en mikið harst að af sild alstað-
ar, urðu flestar stöðvarnar að hætta að
iaka á móti um lengri eða skemri tíma,
°g urðu því skipin að liggja oft tímum
saman sem þau fengu ekki að losa, og
þó varð að lokum nokkuð ónýtt í þrón-
um hjá sumum bræðslunum, svo að þær
að lokum þurftu að kasta nokkru í sjó-
inn aftur, sem orðið var svo morkið að
þær gátu ekki unnið síldina.
Verðið á síldinni var lika lægra en
það hefir verið i mörg ár, eða kr. 7.00
málið hjá hræðslustöðvunum á Vestur-
landi, en 6 kr. lijá flestum á Norður-
landi, þó mun Goos á Siglufirði liafa
keypt nokkuð lægra verði, líklega ná-
lægt 3—4 kr. málið, enda mun hann
hafa verið sá einasti af þeim eigendum
bræðslustöðvanna se.m notaði aðstöðu
sína til að þvinga verðið niður, þegar
svona harst mikið að og skipin gátu ekki
losnað við veiðina og urðu oft fegin að
taka livaða hoði sem fekst.
Arið áður var verðið á bræðslusíldinni
kr. 9.00, og tvö árin þar á undan kr. 11—
13.00 málið, svo að afkoma skipanna
margra var mjög slæm, og þó að útgerð-
in hæri sig hjá þeim sem best fiskuðu,
þá voru hin þó inörg, sem ekki fengu
fyrir kostnaði.
Lítið betur gekk með þau skip, sem
söltuðu, því að þó ákveðið væri í byrjun
af stjórn Síldareinkasölunnar að söltun
skyldi hyrja 24. júlí, þá þótti sildin þó
yfirleitt of smá og mögur, og var því
söltunartíminn yfirleitt frainlengdur til
1. ágúst, nema á litlu „partii“, sem sall-
að var og sent út strax, enda voru þá
Norðmenn byrjaðir fyrir löngu að salta
fyrir utan línuna og sendu þá síld út.
En bæði barst strax mjög mikið að á
síldarverstöðunum, þegar farið var að
salta, þvi að stutt var að sækja síldina
og veiði mikil, svo að fljótlega fór að
tregast um móttöku, enda varð tilfinn-
anlegur tunnuskortur eftir að kom fram
í miðjan ágúst, og í kringum þann 20.
hvarf síldin alveg mjög snögglega, og
fékst ekkert eftir það af hafsíld svo
teljandi væri; voru þá komnar miklar