Ægir - 01.01.1930, Page 17
ÆGIR
11
en fvrir árið 1928 er reikningUr einka-
sölunnar lokið og hefir nettóverðið ver-
ið kr. 13,50 fyrir tunnu á þvi ári.
í mörg ár hefir ekki komið önnur
eins ganga af sild upp að Austfjörðum
sem á þessu ári; frá þvi um mánaða-
mót mai og júní og fram i ágúst var
mjög mikið af sild sunnan við Langa-
nes alla leið suður fvrir Vopnafjörð og
jafnvel suður að Norðfjarðarhorni. Inni
á fjörðunum var lika mjög mikið um
sild um tíma, einkum þó inni á Mjóa-
firði; er það skoðun manna á Austfjörð-
um að nú sé síldin að leggjast þar að
aftur um tíma, eins og áður var á
blómaöld sildveiðanna á Austfjörðum.
Það finnst mörgum merkilegt að síld-
in skvldi i ár hverfa svona snögglega
um líkt leyti allstaðar frá landinu og
hennar hvergi verða vart, og leiða menn
ýmsum getgátum um hvað af henni hafi
orðið, en i norsku blaði í haust sá ég
þess getið að norsk skip, sem voru að
koma frá Grænlandi og fóru fram hjá
Jan Main um 25. sept. hafi sagt að þá
bafi verið þar mjög mikið af síld í
kringum eyjuna og eins langt og sást
upp eftir öllu hafi. Það er ekki óhugs-
andi að þarna hafi íslenzka síldin verið
komin, og hefði þá ef til vill verið hægt
^ylgja henni lengur eftir, að minnsta
kosti á stærri skipum með þvi að leita
°ógu langt norður eftir, eftir að hún var
horfin frá landinu.
Sala sjávarafurða.
Sala sjávarafurða gekk all-greiðlega
á árinu, þó varð verðið yfirleitt tölu-
vert lægra en árið áður.
I bvrjun ársins voru birgðir óvenju-
litlar, bæði i Noregi og á Islandi, borið
saman við sum undanfarandi ár voru
birgðirnar 1. janúar, talið i fullverkuð-
um skp.:
Á Islandi:
1. jan. 1929 45104 skp.
1. — 1928 56799 —
1. — 1927 79182
1. — 1926 107000
I Noregi:
1. jan. 1929 70750 skp.
1. — 1928 50000
1. — 1927 94000
1. — 1926 96000 —
Við Nýfundnaland var lika talið að
birgðir væru með minnsta móti.
Við byrjun ársins var eftirspurn mikil
eftir fiski og verðið hátt, mikið hafði
verið flutt út óverkað af saltfiski síðari
hluta fjTra árs og sömuleiðis fyrstu
mánuði ársins, og var verðið i janúar-
mánuði 0.57 pr. kg. en birgðirnar af
verkaða fiskinum voru allar fyrir löngu
seldar, var því farið að falast eftir
húsþurkuðum fiski strax fyrstu mánuði
ársins og var þá verðið kr. 160 pr. skp.,
en bæði var verð þetta of hátt fyrir
markaðinn svo að úr neyzlu dró, enda
reyndust birgðirnar meiri en gert var
ráð fyrir, sömuleiðis byrjaði veiðin
mjög snemma í Noregi ásamt ágætis
tíð og ágætum afla á íslandi, svo að
verðið fór fljótt lækkandi, og var það
i byrjun marz koinið niður í 145 kr. af
verkuðum húsþurkuðum fiski, en salt-
fiskur i 0.45 pr. kg., en þetta verð gat
heldur ekki haldist og fór það stöðugt
lækkandi, einkanlega á saltfiski, sem
mun lægst liafa komizt í 0.36 fullstaðinn
f. o. b., þó varð verðið heldur liærra á
smáfiski, enda var alltaf töluverð eftir-
spurn eftir honum, sömuleiðis eftir „la-
brador“-fiski. Verðið á nýju fram-
leiðslunni byrjaði með kr. 128 pr. skp.
á ísafirði, en eftir að frainboð fór að