Ægir - 01.01.1930, Qupperneq 20
14
ÆG I R
fJestar verða að sækja afla sinn langt
að, og eiga því óhægt með að koma hon-
um óskemdum inn í löndin til neytend-
anna.
Menn hafa gert sér vonir um að
sænska frystihúsið, sem verið hefir í
smiðum hér í Reykjavík undanfarandi
ár mundi ÍDrjóta ísinn á þessu sviði, en
bjTgging þess hefir dregist mjög, en þó
er það nú svo langt komið, að gert er
ráð fyrir að það taki til starfa snemma
á næsta ári.
Seinni hluti ársins var nokkuð flutt
af fiski ísuðum i kössum til Englands,
og liafði ég fyrir nokkrum árum hreyft
því alriði, að hægt væri að nota enska
markaðinn á þann hátt, en meðan að
samgöngum er ekki hagað öðruvísi en
enn er orðið í sambandi við þá mögu-
leika, er ekki að búast við að hægt sé
að reka þessi viðskifti i stórum stíl, t.
d. hefir orðið að senda sumt af þessum
fiski til Bergen með „Lyru“, taka kass-
ana þar í land, ísa fiskinn um aftur og
senda hann siðan með öðru skipi til
Englands. En tilraun þessi er samt mjög
virðingarverð, og ef hún lukkast ætti
hún að geta orðið undirstaða að aukn-
um viðskiftum á ])essu sviði.
Togaraveiði og ísfiskssala.
Veiðin á togurum hefir ekki gengið
vel á árinu, þvi auk þess að þeir voru
stöðvaðir tvo fvrstu mánuði ársins, sök-
um verkfalls, eins og annarstaðar hér
cr tekið fram, þá brást afli hjá þeim
fyrir Austurlandi yfir vorið svo að
flestir þeirra liættu snenuna saltfisk-
veiðinni, sömuleiðis brást mjög haust-
aflinn fvrir Vesturlandinu, bæði virtist
þar vera óvenjulega fisklitið, enda stöð-
ug ótíð svo að togarar gátu lítið haldið
þar til á djúpmiðum. Tafla II. nær yfir
veiði 45 togara, sem veiði stunduðu frá
íslenzkum höfnum, þó vantar þar alveg
skýrslu um afla togarans „Leiknis“,
sem lagt hefir saltfisk sinn upp á Pat-
reksfirði, og sömuleiðis ísfirsku togar-
annar að nokkru leyti, nær þessi skýrsla
vfir 396 veiðiferðir 44 togara í samtals
5242 veiðidaga, eru það 1925 veiðidög-
um færra en árið áður. í þessa 5242
daga hefir aflast samtals 128,440 skp. af
verkuðum fiski og er það 33,875 skp.
minna en aflaðist á 7167 veiðidaga árið
áður, og hefir því hver logdagur í ár
gefið 24% skp. af verkuðum fiski á
móti 22% árið 1928, 28 skpd. 1927, 23y2
1926 og 22 skpd. 1925. Aflinn hefir þvi
orðið góður meðalafli vfir þann tíma
sem skipum var lialdið úti.
Til Englands hafa íslenzku togararn-
ir farið 146 ferðir með afla sinn og selt
fjrrir 162123 £ og er það að meðaltali
1110 £ í ferð, og er það lægri sala að
meðaltali en verið hefir í mörg ár,
1928 var salan að meðaltali 1176 £ í
ferð, 1927 1144 £, 1926 1153 £, 1925 1320
£. Annars hefir verðið verið hátt á ís-
fiski í Englandi allan seinni hluta árs-
ins, en skipin hafa oft haft mjög lítinn
og yfirleitt lélegan fisk.
Sildveiði stunduðu 16 togarar og' fór
mest af þeim afla i bræðslu.
Enginn togari hefir farist á árinu, en
einn nýr, „Venus“, bættist við frá Hafn-
arfirði i desembermánuði.
Sökum þess hve verðið hefir orðið
lágt á mestu af saltfiskinum í ár og
sömuleiðis lágt verð á sildinni hjá þeim
sem þá veiði stunduðu, þá má búast við
að afkoma margra togaranna verði ekki
góð á þessu ári. Auk þess bætist það
við, að lýsið hefir verið í mjög lágu
verði, enda mikið minna en vanalega,
því að fiskurinn var alt árið lifrarlítill,