Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1930, Side 22

Ægir - 01.01.1930, Side 22
16 ÆGIR góða tíð yfir alt landið. Jörð var þýð allan veturinn, og snjór var ekki nema til fjalla, og' ís eða snjó festi aldrei svo mikið á láglendinu, að íshús gætu náð sér birgðum af ís til sumarsins, og urðu þvi flest þeirra að skifta um aðferðir og setja upp frystivélar til þess að þau gætu haldið áfram starfsemi sinni. Fyrri hluta maímánaðar gerði þó nokkurt kuldakast og dró það dálítið úr gróðri. Siðast í niarz kom íshrafl upp að Ströndunum og var eftir það á reki um Húnaflóa fram eftir öllu sumri, þó ekki gæti talist að hann yrði nokkurn tima landfastur, og mjög lítið hamlaði liann samgöngum. Enskur togari, Rosedale Wyke, festi sig í isnum út af Horni í marzmánuði og braut skrúfuna og stýrið og var dreginn til Reykjavíkur af öðrum ensk- um togara. Nova, skip Rergenska fé- lagsins, laskaðist í ís á Húnaflóa og kom leki að skipinu, en komst þó hjálp- arlaust til ísafjarðar. Varðskipið Ægir dalaðist eitthvað lítilsháttar í ágústmán- uði á leið norður um land, annars héldu siglingar áfram óhindraðar alt sumarið og öll skip, sem höfðu fastar áætlanir, liéldu ferðum sínum áfram, nema gufu- skipið Island, eign Sameinaða félagsins, sem sneri aftur á Siglufirði í ágústmán- uði á leið sinni vestur fyrir land, af því að frétt hafði borist skipinu um ís á Húnaflóa; setti það farþega þá, sem ætluðu til Vesturlandsins í land á Siglufirði og liélt svo austur fyrir land. Hindrunin var samt ekki meiri en það, að önnur skip liéldu áfram ferð óhindrað sömu daga og togararnir lögðu upp veiði sína á Vesturlandi og sóttu ó- iiindrað afla sinn austur á Húnaflóa og Skagafjörð. í nóvember var is á reki um tíma djúpt út af Vestfjörðum og hindraði veiði togara þeirra, sem þar voru á veið- um, en annars kom sá ís aldrei mjög nálægt landi. Skipastóll landsins hefir aukist töluvert á árinu, einkum liefir línuveiðagufubátunum fjölgað mikið; hafa bæst við 7 línuveiðagufu- skip á árinu, en eitt hefir farist, g.s. „Björgúlfur“, sem sökk á Skagafirði. — Einn togari, „Venus“, frá Hafnarfirði, liefir bæst við togaraflotann, en enginn farist. Varðskipið „Ægir“ kom á árinu, en „Þór“ strandaði, svo að tala varðskip- anna er sú sama (2) eins og í byrjun ársins. A verzlunarskipaeigninni hefir engin breyting orðið á árinu. Stóru mótorbátunum hefir fjölgað mikið, ýmist verið smiðaðir hér innan- lands eða aðke}fptir. Sömuleiðis lieldur litlu opnu vélbátunum stöðugt áfram að fjölga, en í þess stað fækkar árabátun- um stöðugt, svo að næstum er alveg hætt að nota þá til fiskiveiða, nema helst á einstaka stað, þar sem heimaræði er stundað. Fiskirannsóknir. Dana hefir ekki verið við rannsóknir hér við land á árinu, frekar en árið áð- ur, en varðskipið „Þór“ var látið gera athuganir ársfjórðungslega hér í Faxa- flóa, nndir stjórn dr. Bjarna Sæmunds- „Dana“ hefir ekki verið við rannsóknir hafa ávalt birst í „Ægi“, svo að ekki er ástæði til þess að fara frekar út í þær hér. Þar sem að „Þór“ er nú farinn, má búast við að þesar rannsóknir muni nú falla niður um tíma, nema ef að Dana kemur hingað aftur einhverntíma að sumri.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.