Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1930, Side 27

Ægir - 01.01.1930, Side 27
ÆGIR 21 Bjarni Sæmundsson: Ræða síðasta ræðumanns gladdi mig. Eg' vona að hugmvndin komist í framkvæmd, því verkefni er ærið auk fiskirannsóknanna, nfl. að mæla upp siglingaleiðir og fiski- grunn. En til rannsóknanna þyrfti for- stöðumann og á liann hefði verið bent, vel hæfan, því sjálfan sig taldi ræðum. nú svo linigin á aldur, að liann gæti ekki staðið fvrir þessum rannsóknum mikið lengur. Fundarstjóri studdi eindregið að Fiskifélagið legði áherzlu á rannsókn- ina. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og var því tekið fyrir 3. liður dagskráinnar. 2. Lagabreytingar. Forseti skýrði frá kröfum þeim, sem fjórðungsþing höfðu gjört um breyting- ar á lögum félagsins og skýrði þær. Geir Sigurðsson skýrði frá livað vak- að hefði fyrir stofnendum félagsins, er þeir ákváðu rétt aðaldeildar til þess að hjósa 4 fulltrúa á Fiskiþingið, en þar sem liðin voru 18 ár síðan, væri rétt að atliuga vel kröfur þær, sem kæmu fram 11111 breytingar á þessum stofnákvæðum. Jón E. Bergsveinsson benti á, að frá stofnun Fiskifélagsins hefði aðaldeild félagsins kosið mjög liæfa menn til setu a Fiskiþingi, svo af þeirri ástæðu væri ehki ástæða til þess að afsala þessum retti aðaldeildar, því eigi mundi mann- val á Fiskiþing meira, þó fjórðungs- þingin ein kvsi fulltrúana. Forseti skýrði frá ástæðunum fyrir þvi, að stjórn Fiskifélagsins kæmi ekki fram með tillögu í þessu máli og lýsti fyrirkomulagi fiskimálastjórnanna i Xoregi og Danmörku. Þá kom fram svo- hljóðandi tillaga frá Ólafi Gíslasyni: „Fundurinn lílur svo á, að aðalfund- m hiskifélags íslands geti ekki afsalað sér þeim rétti, sem hann hefir nú að lögum til fulltrúavals á Fiskiþing“. Tillagan samþykkt í einu hljóði. í sambandi við 3. lið dagskrárinnar l)ar Ólafur Gíslason fram svohljóðandi tillögu: „Fundurinn skorar á næsta fiskiþi að beita sér fyrir því, að skipi verði ár- lega haldið úti til fiskirannsókna hér við land og að nægilegt fé verði veitt úr rík- issjóði til slíkra rannsókna, enda verði fenginn liæfur maður til að veita rann- sóknunum forstöðu". Tillagan samþykkt i einu hljóði. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Tekinn fvrir 4. liður dagskrárinnar. 4. Húsbyggingarmál félagsins. Forseti skýrði frá því hvað vakað hefði fvrir stjórn Fiskifélagsins, er hún gerði tillögur um að verja sjóði félags- ins, í húsbyggingu m. fl., ef yrði liorf- ið að því ráði, að félagið tæki fiski- rannsóknir og vélfræðing í sína þjón- ustu, þá þyrfti félagið á auknu hús- næði að halda og eins mætti ekki dragast að koma upp visi að fiski- menjasafni, og stæði það nærri Fiski- félaginu að gangast fvrir því og varð- veita munina, en til þess þyrfti nokkurt húsrúm. Jón E. Bergsveinsson áleit ekki rétt að verja sjóði fiskifélagsins í húsbyggingu i Reykjavik, sem ekki yrði annað en ríkiskontórar, heldur bæri að verja sjóðnum til lendingarbóta og annara hagsbóta fyrir smábátaútveginn. Geir Sigurðsson kvað Fiskifélagið eiga þennan sjóð, sem hefði safnast aðallega á styrj aldarárurium og hefði því fulla heimild til þess að verja honum i hús- byggingu. Fundarstjóri tók í sama streng og Jón E. Bergsveinsson, en eftir að forseti

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.