Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.1930, Blaðsíða 28
22 ÆGIR hefði upplýst, að samþykkt ríkisstjórn- arinnar væri fengið til þess að verja fénu í húsbygginguna, en eftir þær upp- lýsingar liti hann öðruvísi á málið. Árni Geir Þóroddsson kvaðst hafa verið andvígur húsbyggingu á síðasta Fiskiþingi, en nú væri málið betur upp- lýst, og taldi liann sjóðnum betur varið til húsbyggingar en lil þess að skiftast upp samkv. tillögum Vestfirðinga. Forseti skýrði málið nokkuð frekar. Svohljóðandi tillaga kom frá Geir Sigurðssyni: „Fundurinn er því samþykkur að Fiskifélagið komi sér upp húsi liér í Reykjavík, sem allra fyrst og vísar mál- inu að öðru leyti til Fiskiþingsins“. Tillagan samþykkt í einu liljóði. Fleira ekki tekið fyrir. Forseti þakk- aði fundarstjóru góða fundarstjórn og' sagði svo aðalfundi slitið kl. s. d. Þorst. Þorsteinsson. Arnór Guðmundsson. 7. Fjórðungsþing fiskideilda Norðurlands var sett og lialdið á Akureyri mið- vikudaginn 27. nóvember 1929. Auglýst liafði verið til þess lögum samkvæmt, og með nægum fyrirvara. Skv. auglýsing- unni skyldi þingið sett kl. 10 f. li., og mættu þá 6 fulltrúar, en með því að vit- anlegt var um fleiri fulltrúa, sem mæta mundu, var setningunni frestað til kl. 1 síðdegis. Þessir 6 fulltrúar notuðu tím- ann til þess að semja dagskrá fyrir þingið, og er hún svohljóðandi: 1. Skýrsla frá erindreka Fiskifélagsins. 2. Lög Fiskifélagsins. 3. Slysavarnafélagið. 4. Slysatryggingar. 5. Stærð véla í skip og báta. 6. Vélgæzla. 7. Einkasalan. 8. Opnir vélbátar og öryggi þeirra. 9. Samvinna milli fiskifélagsdeildanna. 10. Frysting og frystihús. 11. Sundkennsla. 12. Vitamál. 13. Erindi Flateyinga um styrk til hryggjugjörðar. 14. Önnur mál, sem upp kunna að verða borin. 15. Kosning fulltrúa á Fiskiþingið. 16. Kosning stjórnar. 17. Ákveðinn staður fjæir næsta Fjórð- ungsþing. Þessir fulltrúar voru mættir á fundin- um, þegar þingið var sett, kl. 1 e. h.: Forseli: Ivarl Nikulásson fyrir Akur- eyrardeild. Stefán Jónasson fyrir Akureyrardeild. Páll Bergsson fyrir Hríseyjardeild. Páll Halldórsson fyrir Árskógsstrand- ardeild. Hermann Stefánsson fvrir Grenivíkur- deild. Jón E. Sigurðsson fvrir Raufarhafn- ardeild. Tryggvi Jónsson fyrir Dalvíkurdeild. Sigurjón .Tónasson fvrir Flatevjar- deild. Jónas Jónasson fyrir Ólafsfjarðar- deild. Forseti bauð fulltrúana velkomna, og voru síðan málin tekin til umræðu, sam- kvæmt dagskránni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.