Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1930, Side 34

Ægir - 01.01.1930, Side 34
28 ÆGIR Fiskiveiðar Rússa. í hafinu, sem liggur að Múrmanns- ströndinni er fiskignægð mikil, svo að varla er annarsstaðar meiri. En þrátt fyrir það fluttu Rússar þó inn 25-30 þús. smál. af fiski fyrir stríðið og var meiri hlutinn af þeim fiski frá Noregi. 1 rússneskum blöðum er nú farið hörð- um orðum um það hve fiskveiðarnar hafa verið vanræktar á Rússlandi. Er þar minst á fiskiveiðar Norðmanna, sem afli árlega 200 þús t. af þorski og 400 þús. t. af síld, er nemur 60 milj. rúbla, en í norðurhöfum Rússlands sé aflinn ekki nema 25—30 þús. t. og þó öll vötu i Múrmannshéraðinu og Korelien séu full af fiski, þá sé tæpast hægt að fá i soðið í Petrosavodsk og Kondopog. 1 Noregi hafi 150 þús. menn atvinnu af fiskiveiðum og þar af 85 þús. sem ekki hafi aðra atvinnu, en á Norður-Rúss- landi stundi að eins 5 þús. menn þessa atvinnu. A stríðsárunum keypti Zarstjórnin 15 botnvörpuskip frá Englandi, er átti að nota til þess að leggja lundurdufl. Eftir striðið fékk fiskiveiðahringurinn umráð yfir þessum skipum, og átti það að vera sem nokkurskonar undirstaða til þess að koma betra skipulagi á útgerðina. Ekki voru menn samt hrifnir af þessari nýung fyrsl í stað, og álitu að sú aðferð mundi lítið til batnaðar, en þrátl fyrir andúð og mótspyrnu voru þó togararnir gerðir út. Eru nú ekki mörg ár liðin síðan þetta var, en nú er þó hægt að segja, að öll mótstaða á móti botnvörpuveiðum sé hætt. Árið 1920, þegar toggraútgerðin byrj- aði, voru 22°/o af aflanum togaraafurðir, en 78"/o bátafiskur. En siðan hefir þetta snúist við, og var síðastl. ár 75° o af afl- anum togarafiskur en 250/o bátafiskur. Árið 1928 var verðið á togarafiski 167 rbl. pr. smál. og fyrir bátafisk 279 rbl. Að meðaltali var kaup háseta á bátum 75 rbl. um mánuðinn, en á tognrunum 120 rbl. Litið fé hefir verið lagt í útgerðina að þessu, og var það á timabilinu 1925 — 1928 ca. 3,4 milj. rbl. En nú eru togar- arnir orðnir 21 og auk þess tveir í smið- um í Þýzkalandi. Togararnir hafa haft aðsetur í Arkangelsk, en eru nú flultir til Múrmansk, og er höfnin þar íslaus alt árið; þar er fiskurinn verkaður til útflutnings. Eru nú ráðagerðir um það, að auka fiskiflotann að miklum mun, Hafði áðuur verið ráðgert að 1932 væri búið að smíða 17 nýja togara, en nú eru menn það stórtækari, að áællunin er að 1933 verði togararnir orðnir 300 og aflinn alt að 450 þús. smál. á ári. Innan 5 ára á þá að vera komið svo vel á veg i Múr- mansk, að ekki þurfi neinn fiskinnflutn- ing, heldur fái fjöldi héraða þaðan fisk, er þau þurfi að nota, og verði jafnvel talsvert afgangs til útflutnings. Nú í ár hefir verið flutt talsvert af fiski frá Norður-Rússlandi til Englands, en sá útflutningar á að vera bvrjunin, þvi 1930 er fiskúiflutningurinn áætlaður að verðmæti 11 milj. rúblur og 1931 28 milj. rbl. Fiskhringurinn hefir nú i ár varið 5 milj. rbl. til ýmsra mannvirkja í útgerð- arinnar þágu; er verið að byggja kælihús, tunnuverksmiðju, geymsluhús fyrir salt og kol o. fl. 14 togarar eru i smiðum, þar af 12 hjá skipasmíðahringnum í Leningrad og tvö i útlöndum. (Udenrigsministeriets Tidskrift). Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Rikisprentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.