Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 4

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 4
70 Æ G I R og hjá okkur og má nokkuð marka það af því, að mjög lítið af fiski þeirra fer í fyrsta flokk. Ctkoman á mati norsks fiskjar, er ætlaður var til sölu í Evrópu, var þannig að meðaltali árin 1925—’2(i: 8%fvrsta flokks, 72% annars flokks, 18%; þriðja flokks og 2% fjórða flokks. Eg hef ekki séð yngri skýrslur um þelta, en hefir verið sagt að hlutföllin hafi ekki breyst verulega siðan. Af því sem eg sá af norskum fiski virtist mér, að fvrsta flokks fiskur þeirra væri livað mat snertir, betri en okkar, en þriðja flokks öllu lakari. Þar af leiðir aftur að annars fl. fiskur þeirra nær j'fir stærra svið að gæðum eða er mis- jafnari en okkar. Þetta mun aftur jafnast nokkuð á þann hátt, að þeir skifta fisk- inum meira á markaðsstaði og velja þá það sem betur liæfir þeim stað. Mér virt- ist t. d. annars flokks fiskur, sem átti að fara lil Suðurameríku lakari en fiskur annars flokks, sem var ákveðið að senda til Portugal. Eg þori ekki að íullyrða að þetta sé regla, til þess sá eg oflítið af fiski. En ef þetta er svona, þá er skiljanlegt að sumir kaupendur telji norskan no. 2 hetri en íslenskan. Mestan eða allan fyrsta flokks fiskinn, senda- Norðmenn til Norð- urspánar, þar sem íslenski fiskurinn er aðalkeppinautur þeirra. Allur fiskurinn, sem ég sá þarna, var meira þurkaður en hér. Sérstaklega þótti mér þó Portugalsfiskurinn óþarflega þur. Síðar komst eg að raun um að það er, sem stendur fyrsla krafa Portugala að fisk- urinn sé sem liarðastur, og verðum við þvi meðan ekki skipast öðruvísi að gæta þess um fisksendingar, sem þangað eiga að fara. Á þetta mun eg minnast síðar. II. í skýrlu sinni minnist Helgi Guðmunds- son á bréf það, er Barcelonakaupendur rituðu hæstvirtum atvinnumálaráðherra 18. mars, en Helgi ritaði athugasemdir um seinna. Af j)\ í bréf jietta er þýðingarmik- ið og við yfirfiskimatsmennirnir höfum síðar haft það til atliugunar, þvkir mér rétt að gera hér nokkru nánar grein fyrir kvörtunum jæssara kaupenda. Kvartanir j)eirra um fisk héðan voru um sex aðal- atriði: a) Öfullnægjandi flokkun á gæðum fiskjarins. i)) Ófullkominn skilning og vottorð um þurkstig. c) Qfmikinn stærðarmun á einstökum fiskum i sama pakka. d) Undirvigt i pökkunum. e) Ófullkonma binding á þeim. f) Skakka flatningu á fiskinum i sum- um sendingum. Kvörtunin um ófullnægjandi flokkun á gæðum fiskjarins virtust aðallega snú- ast um tvö atriði: Dökk eða mislit þunn- ildi og litarfar fiskjarins í heild. Við mat- ið hefir æfinlega verið tekið mikið tillit til þessara galla en Barcelonakaupendum j)vkir j)að ekki nægilega gert. Aftur á móti voru j)eir ekki óánægðir yfir smærri göll- um, t. d. litlu losi þunnilda frá hnökkum, smáum goggstungum, litlum hreinum slysaskurðum o. s. frv. Þótti J)eim við matið tekið sæmilegt tillit til annara galla en j)essara tveggja: þunnilda og titarfars, en tóku j)að fram um lcið, að fyrstci flokks fiskur ætti að vera algerlega gallalaus. Það er skiljanlegt, að blóð eða aðrir dökkir blettir i jjunnildi séu illa séðir gallar hjá kaupendum. Flestum mun vera lítið um að eta fiskþunnildi, sem eru þannig útlits þó litið kveði að gallanum. Hitt vitum við íslendingar vel, að gulleit- ur blau- á fiski hefir að jafnaði engin á- hrif á bragð hans eða neyslugildi, enda vitum við að þessi blær er oftast af því

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.