Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 7

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 7
ÆGIR 73 fisk yfir 28 þuml. Við álitum því heppi- legt að aðgreina þennan fisk sér, með þvi ynnist það, að kaupendur fengju jafnari fisk i pökkunum; en aðalatriðið er þó hitt, að fyrir þennan stóra fisk er hægt að fá hærra verð annarsstaðar, t. d. i Madrid. ()g þá ekki ósennilegt, að kaupendur i Barcelona sæju sér liag' i að kaupa liann líka hærra verði. Um þetta atriði, misjafna stærð fiska í pökkunum, vil ég að lokum geta þess, að við erum á eftir öðrum með aðgreiningu eftir stærð, t. d. liygg ég að Newfoundlandbúar láti stærðina í sama flokki aldrei hlaupa nema á 4 þuml., svo sem: 18—22, 22— 2fi þuml. o. s. frv. Uin fjórða atriðið, undirvigt á pökk- unum, skal ég aðeins geta þess, að und- irvigt verður ekki fyrirbygð, á léttverk- aðri tegundum af fiski, meðan hann er fluttur í pökkuin, og flutningsskipin eru svo djúp, að oftast eru 30 pakkar í hæð °g stundum jafnvel vfir 40. I % þurrum fiski eru t. d. um 50% af vatni en með 30 pakka liæð er þrýsting á neðstu pökk- Unum rúmlega 4Y> smálest á fermeter. hað er því furðulegt að undirvigtin skuli ckki vera meiri en raun hefir orðið á. Fimta atriðið, sem Barcelonabúar vdja láta ráða bót á, er að pakkarnir séu vandlegár lmndnir en áður. Segja þeir, uð binding okkar sé svo ófullkomin og Iiöndin laus að fiskurinn sé hrotinn og beyglaður þess vegna. Ennfremur þykir þeim striginn lélegur. Sjálfir binda þeir fiskinn þannig, að þeir vefja fiskinn í ca- 15 metra langt fléttað reipi og hafa að ininsta kosti tvisvar sinnum hrugðið um bvern enda jiakkans; þetta er gjört við abu pakka, sem eru sendir lengra á- fram eftir uppskipun, t. d. með járn- braut. Þessa hinding vilja þeir helst að við tökum upp. Við Helgi hentum þeim u, að þessi binding vrði okkur fyrirliafn- ar- og kostnaðarsöm, en næði þó ekki tilganginum. Böndin mundu losna alveg eins við hinn mikla þrýsting í skipun- um, og óþarft virtist að hinda svo vand- lega annan fisk en þann, er ætti að senda lengra áfram eftir uppskipun þar. Hinsvegar gætum við mælt með, að hætt væri við einu handi fvrir endann og að því væri bót að ýmsu leyti. Fiskurinn brettist þá ekki upp i pakkaendunum, og þá væri ekki hægt að kippa fiski út úr pakkanum án þess að sýnilegt væri .að farið hefði verið i pakkann. En það er ekki grunlaust að undirvigt sú, sem kvartað er undan sé að einhverju leyti af því, að pakki hafi verið opnaður í endann og fiski kippt úr stundum. Síðasta atriðið, sem kvartað er undan í bréfinu, er um skakka flatningu í sum- um sendingum héðan. Hér er átt við fisk, sem er flattur með vinstri hendi og eink- um þó fisk kevptan af norskum skipum. Það hefir verið kunnugt áður, að Barce- lonabúar eru óánægðir með þennan fisk og hefir mönnum hér þótt þetta ein- kennileg sérviska, einkum af þvi, að þessi norski fiskur hefir reynst eins vel oft, eins og hest gjörist með íslenskan fisk. En hvergi er kvartað undan norskri flatning nema í þessum eina stað, og á- stæðan er ekki tóin sérviska. Þegar hús- mæðurnar kaupa fisk í soðið, þá vilja þær að sem minst, eða helst ekkert sé af beinum í stykkjum, er þær kaupa fvrir fult verð. En þegar fiskurinn er brytjað- ur niður til útbleytingar að hætti Barce- lonehúa, verður meira af beinum í nokkrum stykkjum af norska fiskinum en í venjulega flöttum islenskum fiski. Þetta verður best skýrt með því, að sýna hvernig rist er niður til afvötnunar, og því læt ég fylgja teikningu af íslenzkum og norskum fiski, og er þar með bein- um strykum sýnt að þunnildin eru fyrst

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.