Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 26

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 26
92 ÆGIR vitundarlaus, þegar hann náðist; það var vaðið út eftii homun. Bátur var strax sell- ur frarh, en það kom að engu haldi. Þelta skeði um kl. 7 og var ekki orðið dimt. Þeir seni drukknuðu liétu: Guðjón Sig- urðsson úr Keflavík, ógiftur, 23—21 ára. Slefán Jóhannesson úr Keflavík, milli þrí- tugs og fertugs (giftur Þórdísi Torfadótt- ur, þau eiga 2 eða 3 börn). Júlíus Hann- esson, 18 eða 19 ára, á foreldra í Reykja- vík, og Skafti Guðmundsson af Seyðis- firði, ógiftur, um þrítugt. Þrír af þessum inönnum kunnu að synda. Öll líkin liafa fundist. Fanst eitt um nóttina kl. 4, en tvö kl. 10 morguninn eftir. Sá skip- verja, sem bjargáðist, var Arinbjörn Þor- varðarson formaður bátsins, maður á fer- tugsaldri (sonur Þorv. Þorvarðarsonar i Keflavík). Yélbáturinn Baldur er eitthvað innan við 12 smál. Þeir eiga hann Arinbjörn form., Valdimar Kristmundsson, Ivefla- vík, og Qlafur Ásbjörnsson kaupmaður i Revkjavík. Þorskafli Norðmanna. Veiði alls Hert Saltað 19. apr. ’30: 174.316 35.300 131.121 20. apr. ’29: 193.152 61.831 125.844 (Tulið í snu'il. miðað við hausaðan:og slægðan fisk). Fiskveiðar Dana 1928. Árið 1928 veiddu Danir 94,6 milljónir kílógr. af allskonar fisktegundum og fengust fvrir aflann 36,7 milljónir krónur. Er þetta hið besta aflaár þeirra og að magni 2,1 milljón kilogr. méira en árið 1916 er þeir töldu sig hafa sett met. Mest- an afla sækja Danir í Norðursjóinn, þar næst í Kattegal, Eyrarsund og Beltin — og frá þeim fiskislóðum fá þeir •% af öll- um afla landsins. Ámundi Ámundason fiskimatsmaður. Fæddur 10. febrúar 1850, — dáinn 20. apríl 1930. Það eru rúmir tveir mánuðir síðan vin- ir og vandamenn þessa merkismanns, komu á heimili lians til að árna honum heilla, á áttræðis afmæli lians og var liann þá liinn hressasti. í tilefni afmælisins flutti Ægir nokkur orð um lielztu æfiatriði Ániunda heitins ásamt mynd af honum, en færir nú les- endum þá fregn, að liann sé látinn. Hann andaðist á páskadaginn 20. apríl og liafði legið rúmfastur vikutima. Verðlagsnefnd linuveiðáeigertda og sjómanna tilkynn- ir: Á tímabilinu frá 17. lil 26. apríl, að báðum dögum meðtöldum, ber að reikna fisk og lýsisverð svo sem bér segir: Stór- fiskur 0.31 livert kg., Smáfiskur 0.29 liv. kg., I.ýsi 0.771/i> hv. kg. — Af liverri smá- lest ber því að reikna aflaverðlaun svo sem hér segir: Af stórfiski kr. 6.00, af smáfiski kr. 4.35 ,en af hverjum 105 kg. lýsis kr. 1.29. Yerðið gildir frá kl. 12 á miðnætti 16. apríl til miðnættis 2(i. april. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RíkisprentsmiSjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.