Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 14
80 Æ G I R fyrir fisk okkar þar, sem kælihús eru. Kröfur kaupenda á þeim stööum hneygj- ast meira og meira í þá átt, að fá fiskinn linþurkaðan, en þó ekki linari en það, að ekki verði undirvigt á honum. (Óverkað- an fisk og pressufisk hýst vitanlega eng- inn við að fá án undirvigtar með núver- andi flutningsfvrirkomulagi). Menn vilja líka fá linþurkaðan fisk sumsstaðar, þó ekki séu þar kælihús, en ekki meira en svo i einu, að húast megi við, að það seljast fljótlega, þvi þessi fiskur geymist illa í hita. En það er skiljanlegt, að þeir nevtendur, sem þekkja þennan fisk kjósi hann heldur, þvi hann heldur betur upp- haflegu bragði sínu og einkennum en ])urrari fiskur; auk þess hafa smásalar, er selja fiskinn útbleyttan, meiri liagnað að sölu þessa fiskjar. Hagnaður smásal- anna er mestur eða allur sá, að selja fiskinn útbleyttan, og þó einkennilegt megi virðast, Iiefir revnslan sýnt, að svo- kallaður fullþur fiskur tekur ekki við meiru en 18—25% af vatni við útbleyt- komst i um tíma í vetur og liefir orðið ingu en % og % þur við 25—30 '/ . Veðr- átta og loftslag hér á landi er heppilegt til að framleiða linverkaðan fisk, og okk- ur er því að öllu hentast að selja sem mest af lionum. En það er ekki íil neins að ætla sér að troða honuni inn á kaup- endur þar, sem menn hafa áður ein- göngu vanist mikið þurkuðum fiski. Eins og áður er vikið að, þá verðum við að koinast að á nýjum markaðsstöðum, með því að hjóða þar svipaðan fisk og þann, sem liefir verið hest látinn á þeim stað áður. En ég álít að þegar við höfum náð sæmilegri fótfeslu einhversstaðar, þá eigum við að vinna að því, að þar sé komið upp kælihúsum til fiskgevmslu, og siðan að flytja þangað sem mest af lin- þurkuðum fiski. Útflytjendur okkar ættu að geta komið nokkru til leiðar í þessu efni, með því að liafa áhrif á við- skiftasambönd sín, og sýna þeim fram á að þetta gæti orðið til gagnkvæms liagn- aðar og fiskifulltrúanum treysti ég lika til að vinna að þessu. Aðrar þjóðir eiga erfiðara mcð að koma þessum fiski á markað, af því að loftslag hjá þcim er ekki eins hentugt til gevmslu nema stutt- an tíma. VI. A síðari árum liefir bæði sallfiskur og svokallaður jiressufiskur orðið mikil út- flutningsvara. Frá þjóðbagslegu sjónar- miði virðist það vera tjón að flytja fisk- inn út í þessu ástandi, því við það hverfa úr sögunni vinnulaun, sem annars eru greidd við verkun fiskjarins og þurkun. Og að öllum jafnaði er verkaður fiskur þess utan seldur fyrir hærra verð en sem svarar vinnulaununum. Enn er þess að gæta, að umbúðir og farmgjöld verða til- tölulega dýrari fyrir pressufisk og óverk- aðan fisk. Astæðurnar til þess að fiskurinn er samt sem áður fluttur út í þessu ástandi eru þessar helstar: 1) Þörf seljanda á skjótri sölu, einkum framan af veiði- tímanum. 2) Slæm aðstaða einstaklinga til þess að verka allan fiskinn. 3) Eng- lendingar geta enn sem komið er verkað og flutt fiskinn ódýrar en við til Suður- Ameríku, og þennan markað þurfum við líka að nota. 1) Suðurlandamarkaður þarf líka að fá vöru af þessu tagi, sam- keppninnnar vegna og af því lika, að sumsstaðar líkar þessi fiskur best. Þess- ar ástæður eru svo veigamiklar, að óhætt er að gjöra ráð fvrir, að þessi úfflutning- ur haldist framvegis, þó mögulegt væri og æskilegast að verka allan fiskinn. Eins og Helgi Guðmundsson getur um i skýrslu sinni, þá er megn óánægja rikj- andi meðal innflytjenda bæði á Spáni og ítaliu yfir undirvigt á pressufiski og ó-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.