Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 15
ÆGIR 81 verkuðum fiski. Mér er sagt að oft sé kvartað undan þessu frá Englandi líka. Ef matsvottorð hefur fvlgt fiskinum, þá er skuldinni skelt á matsmennina, þeir eru hnjaskkoddarnir (Stödepuder), sem venjulega verða að taka við árekstrinum milli kaupenda oif seljenda. Helgi skýrir allrækilega frá umsögnum kaupenda við okkur, i skýrslu sinni, og er hún mjög á einn veg um þetta, og undirvigtin talin 12—14% á pressúfiski. Hann getur þess cnnfremur, að í einhverjum tilfellum liafi seljandinn ábyrgst 5%, undirvigt og liafi hún þá ekki reynst tneiri. Þetta var okk- ur sagt báðum, en svo vildi til, að mér gafsl, eftir að Helgifór frá Genua, ta'ki- færi til að kvnna mér útkomu tveggja sendinga, sem oklar var sagt að ekki hefði verið nema 6% og 8% undirvigt á, og eg þekti undirbúning þessara sendinga sérstaklega vel áðir cn þær fóru um borð i skip. Mest at þessum fiski hafði staðið í 4—5 feta háuin stökkum í 5—(5 vikur og ekkert skenur en 16 daga áður en hann var pakkafur, og er það betri undirbúningur en veajulega gerist, livað pressuna snertir. Aíra þessa sendingu fékk Hawes & Co. <>' gat eg ekki fengið verulega glögga vigt af öllum fiskinum, en samkvæmt söluvijtarseðlum um mik- iun hluta fiskjarins lrfir undirvigtin ekki verið minni cn 9% að ineðaltali. Hina sendinguna fékk Gismondi. Átti hún að vera 62500 kg. en reyndist eftir vigtar- bök lians 54885 kg Þegar fiskurinn var aflientur eftir jármrautarflutning, inni í landi. Undirvigtin rar því rúmlega 12%, en bann kvað sig mnna að hún liefði ver- ið um 8% upp úr scipi i Genua, og taldi það ágætt. Annarssagði Gismondi mér, að á fundi fiskinniytjenda i fyrra Iiefði hann haldið .því 'ram, að ekki mætti reikna með minn; en 12% undirvigt á pressufiski, kvað,t liann hafa meiri reynslu en aðrir í þessu og telja ólieil- hrigt að reikna með minna, enda mættu kaupendur þá lika hitta sjálfa sig fyrir. Hitt kvaðst hann álíta fásinnu, að þessi fiskur fengist með 6% undirvigt eða minna, nema einhverjir pakkar ofan á í skipi. Eg get ekki betur séð en Gismondi hafi réttara fvrir sér en hinir innflytjendurnir sumir, þeir eigi að reikna með þeirri und- ir vigt, sem reynslan er búin að sýna að sé venjuleg, og eg er ósammála Helga Guðmundssyni um hámark undirvigtar, eins og liann stingur upp á, meðan það fvrirkomulag helst á flutnigi fiskjarins, sem nú er almennt: Að fiskurinn sé pakk- aður í striga og hlaðið í 20—30 og jafnvel 40 ]>akka hæð í skipunum. Við Helgi gát- um ckki orðið fvllilega sammála um það i Genua, livaða ráðstafanir mundi vera réttast að gera viðvíkjandi pressufiski, en af því mér var kunnugt um livaða til- lögur hann mundi gera um þetta, ])á skýrði eg frá þeim á fundi okkar yfir- matsmanna í vor, og varð það til þess, að ákveðið var að herða nokkuð á undirbún- ingi pressufiskjar, en ekki var það mér að skapi. Eg hef enga trú á að það verði til þess að gera kaupendur ánægðari, en veit að það er vel fallið til að vekja and- úð framleiðenda. Undirhúningurinn verð- ur aldrei jafn, skipin sem flytja fiskinn ekki lieldur og þess vegna lilýtur undir- vigtin að velta á ýmsu. Þó við að sjálf- sögðu verðum að ofra nokkru til þess að þóknast kaupendum, þá verður þeim að skiljast að ]iað cru takmörk fyrir því, livað hægt er að fara langt til að uppfylla óskir þeirra. Ef heimta ætti tryggingu fyr- ir t. d. 6% undirvigt þá geri eg ráð fyrir að okkur matsmönnunum væri ætlað að trvggja þetta. En við yrðum þá líka að ráða bæði undirbúningi fiskjarins og um- búnaði í skipum eða jafnvel hvers konar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.