Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 22

Ægir - 01.04.1930, Blaðsíða 22
88 ÆGIR áður í umdæmi mínu. Félagatala í deild- unum lík og undanfarið, en niér virðast samtök um ýms nauðsynjamál innan deildanna, fara vaxandi. Eg held að æski- legl væri, að deildirnar stæðu í nánara sambandi innbyrðis en ennþá er orðið og liygg, að þær stæðu þá, að ýmsu leyti bet- ur að vigi, bæði inn á við og út á við, ef þær ynnu meira saman. Sérstaklega tel ég þetta nauðsynlegt þar sem deildirnar eru dreifðar, fremur smáar, og framleiðsl- an tiltölulega litil i hverri veiðistöð, eins og hér í Norðlendingafjórðungi, að fáum einum undanskildum. — Eg Jiefi noklcuð hreyft þessu máil við ýmsa menn og nú seinast á siðasta fjórðungsþingi okkar. Létu menn sér þctta vel skiljasl, eins og sjá má af fundarskýrslu fjórðungsþings- ins, sem nú mun i höndum stjórnar Fiski- félagsins, en hvernig gengur að koma þesskonar samtökum á og á hvern liátt, verður reynslan og komandi timar að skera úr. Sumum kann nú að sýnast, ef til vill, að framfarirnar á sviði sjávarútvegsins séu ekki miklar, hér Norðanlands, né árang- urinn af starfseini Fiskifélag'sins mjög á- berandi. Samt vil ég fullyrða, að þaðan stafar, að ekki svo litlu leyti, sú vakning, sem orðið hefir á seinni árurn, um margs- konar viðleitni til liagsbóta þessari at- vinnugrein. — Má þar til telja fyrst, aukna vöruvöndun og betri hagnýtingu afla- fanga, samlagsstarfsemi i sölu afurða og kaupum nauðsynja til útvegsins, stórbætta meðferð véla, fyrir aðgerðir mótornám- skeiðanna, langtum betri hirðing og úl- liúnað fullkomnari á öllum fleytum, stærri og smærri, stm og hverskonar veiði- tækjum öðrum, auk ýmislegs annars, og seinast en ekki síst, sá mikli áhugi, er lýs- ir sér æ því betur er lengur líður, um bryggjugerðir og hafnarbætur. -— Er jietta síðasttalda, s.vo sem vitað er, afar þýðingarmikið atriði fyrir margra hluta sakir, þar á meðal vegna þess, að með bættum höfnum og lendingum mætti stunda sjósókn allvíða, þar sem nú er það ómögulegt á vetrum, vegna öryggis bát- anna í höfn. Auk þess mun skapast ný framleiðsla, l. d. á Skagaströnd, síldarút- gerð og þorskveiðar i stærri stíl og, ef til vill, verða tekinn upp aftur hinn gamli al- vinnuvegur, liákarlaveiðarnar, sein nú eru reknar með góðum árangri víðsvegar um heim, síðan menn lærðu að liagnýta sér allt af þessari skpenu. Eg liefi ferðast minna í liaust en ég hafði ætlað mér. ölli því bæði óhentugar skipaferðir, en einkum og sérilagi hin geysilega vonda og óhagstæða veðrátta, því ferðir yfir land, á þessum lima árs, eru bæði dýrar og örðugar, t. d. austur á Langanes og vestur á Miðfjörð. Töluvert er bj’ggt af nýjum vélbátum hér um slóðir, flestir af 9—12 smál stærð, auk þess eru eldri hátar gerðir upp og' endurbættir á ýmsan veg. Yfirleitt má telja að bátaflotinn sé nær allur sérlega vandaður nú orðið. Þá fjölgar opmun vél- hátum mikið ár frá ári. í ráði er, að senda nokkur vélskip liéð- an af Evjafirði til þorskveiða, bæði suður fyrir laud og til Vestfjarða nú á næstunni, en ekki mun fullráðið enn live mörg þau verða. Vélfræðinámskeið stendur nú vfir á Húsavik og annað slíkt bvrjar á Akureyri, væntanlega um miðjan þenna mánuð. Að- sókn að námskeiðunum er mjög mikil og vandséð, hvort hægt verður að veita öll- um umsækjendum viðtöku, en um þetta hcfi ég áður skrifað Fiskifélaginu, og fer því ekki fleiri orðum liér um, að þessu sinni. Hér fer á eítir sundurliðuð skyrsla um ársafla veiðistöðvanna í umd. mínu, svo og um bátatölu og mannfjölda á þeim.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.