Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 4

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 4
74 ÆGIR sumur formaður á Seyðisfirði og aflaði jafnan svo vel, að hann var kaliaður þar Friðrik fyrsti, enda oftast hæstur yfir alla Austfirði. 1 Eyjum mun Friðrik hafa byrjað for- mennsku rétt fyrir aldamót á sexæringi ekki allstórum, en þó góðu skipi. Fisk- aði hann þá strax manna mest, og eina vertíðina fékk hann 1200 í hlut í 22 staða skipti. Þótti það, og var líka, afar- mikill afli. Síðar fékk hann sér mótor- bátskríli opið, nema að skýli var yfir vélinni. En 1920 fékk hann loks allstór- an bát (13l/s tonn) og var með hann síðan, unz hann hætti formennsku. Á alla þessa báta fiskaði Fiiðrik manna bezt. Mun hann að jafnaði hafa fengið meiri afla en aðrir formenn í Eyjum, honum samtímis, enda sótti hann sleitulaust. En Friðrik var ekki að eins aflamaður, held- ur og sjómaður afbrigðagóður, natinn, eftirtektarsamur og veðurglöggur sem »gamall skarfuror, eins og áður var sagt. Hlekktist honum allrei á í róðri, hreppti aldrei útilegu, og hefur aldreí misst af sér mann. Að visu hefur tekið út af skipi hjá honum 4—5 roenn, en með fádæma snarræði og lægni tókst honum að bjarga þeim svo fljótt að þá sakaði alls ekki. Oft var það, að Friðrik réri einskipa er tvísýnt þótti sjóveður, en jafnan rætt- ist þá úr og gerði gott veður er á dag- inn leið. Hitt kom eigi sjaldan fyrir, að hann færi í land á undan öðrum, enda brást þá ekki, að veðrið spilltist og kom- ust þeir oft í krappan danz, er þá lágu lengur en Friðrik. Margar sögur erusagðar um sjómennsku Friðriks og snilli, og set ég hér eina: Eað var i september 1898, að Friðrik reri einu sinni sem oftar út úr Seyðis- firði og ætlaði á Gerpismið. En erút úr fjarðarmynninu kom, fóru hásetar að veita því eftirtekt, að Friðrik skimaði drjúgum upp í loftið, ogskyldu þeir ekki hverju gengdi. Þeir héldu nú samt áfram um stund og tóku siðan að leggja, en aðeins eitt bjóð. Von bráðar lét Friðrik fara að taka. Sigldi hann síðan upp í Loðmundarfjarðarmynni og lagði þar það, sem eftir var af lóðinni. Var þá orðið allhvasst og ekki sætt á djúpmið- um. Þarna uppi fjarðarmynninu voru ýmsir bátar með lóðirog urðu þeirjafn- snemma búnir að taka, Friðrik og sá bátur, er honum var næstur. Settust þeir Friðrik þá undir ár, en hinir undu upp segl. Friðrik bað þá hásetasinaað herða róðurinn, svo að þeir yrðu sem næst þeim, er sigldi, ef vera kynni, að hann þyrfti á hjálp að halda. Þetta reyndist svo, því að allt í einu kom vindkviða og hvolfdi bátnum, en þá var Friðrik kominn á vettvang og gat bjargað skips- höfninni. Það má nærri geta, að slikur sjósókn- ari sem Friðrik, hafi oft komist í hann krappan, þótt jafnan kæmi hann heill í höfn að lolcum, og mundu hásetar hans geta sagt margt af því, en sé Friðrik beð- inn að segja nokkuð frá svaðilförum sín- um, svarar hann brosandi: »Mér finnst ég í engum svaðilförum hafa lent. Friðrik er nú hættur formennsku á vetrum, mest fyrir þá sök, að sjónin er tekin að bila, en útgerð stundar hann enn og er öllum stundum sjálfur á sjó er hann má því við koma, þvíhannunii’ sér hvergi betur. Alla þá stund, er hann stýrði skipi, haíði hann úrvalsfólk, enda sóttust menn eftir skiprúmi hjá honum, því þar þótti févon mest, hjá slikum aflamanni. Friðrik er hægur maður hversdagslega og ekki mjög ræðinn, en þó skemmh' legur, og getur verið býsna meinyrtur, ef því er að skifta. Hann er af mörgum talinn að vera maður auðsæll, og má vel

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.