Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 15
ÆGIR 85 t Kjartan Helgason fyrrum prófastur í Hruna andaðist á páskadagsmorgun hér í bænum, eftir langa og þunga vanheilsu. Athugasemd. Mér hefur borist frá Fiskifélagi fslands fjölrituð: »Fyrirmynd fyrir sölusamlög og samlagsfélög«. Eg fórað blaða i bækl- 'ngi þessum og fannst mér við fljótan yfirlestur ég kannast undarlega vel við þessa fyrirmynd, og við nákvæman sam- anburð kom í ljós að þarna eru nær orðrétt lög »Samvinnufélags ísfirðinga«, greinar eru þó víða í nokkuð annari röð, og nokkru sleppt. Að vísu er Fiskifélaginu guðvelkomið að nota lög Samvinnufélags ísfirðinga eftir vild og þó margir kunni að telja það ritstuld að gera slíkt án þessaðgeta uni heimildir, er ekki um það að fást, ooda lög félagsins samin eftir samvinnu- félagslögunum þar sem við á. En hins ber að gæta, að félagið hefur ekki starf- að nema tvö ár. Það er fyrsta félagið í sinni röð hér á landi, mörgu verður að fireyta í lögum þess, líklega á hverju ári tyrst um sinn, meðan verið er að finna hið rétta, og þess vegna er hæpið af Fiskifélaginu, að gefa þau út sem »fyrir- oiynd«, án þess að geta þess við hve litla reynzlu þau hafa að styðjast. Reglugerð um íshús Samvinnufélags- lns, ársgömul, er lika prentuð þarna, sama og orðrétt og þess getið nvaðanhún er fengin, sem er að vísu lofsvert, þó því verði varla neitað að æskilegra hefði verið leita nokkuð fyrir sér um reynzlu annara þjóða í þessum efnum, reynzlu sem þeir er reglugerðina sömdu, ekki hafa fengið tækifæri til að kynna sér. Vegna þess að fyrirmyndir þessar hafa verið sendar Fiskideildum um allt land, óskast athugasemd þessi birt í Ægi. p. t. Reykjavík, 6. apríl 1931. Finnur Jónsson. Ut af ofanritaðri »athugaserad« hr. framkvæmdastjóra Finns Jónssoar á ísa- firði, skal það tekið fram, að umrædd »Fyrirmynd« er samin af hr. Arngrími Bjarnasyni á Mýrum i Dyrafirði. Veitti síðasta Fiskiþing auk fjárhagsáætlunar, 1000 kr. á fjárhagstímabilinu til fræðslu 'um samvinnumál. Stjórn Fiskifélagsins ákvað á fundi sínum 5. nóv. s. I. að veita Arngrími Bjarnasyni þennan styrk, með því skilyrði, »að hann ferðist nú til Vest- mannaeyja, um Suðurnes og Akranes, haldi þar fyrirlestra og ef mögulegt er, þá stofni hann félög meðal útvegsmanna og semji fyrir þau uppkast að lögum og reglugerðum, næsta haust haldi hann líka fyrirlestra í Vestfirðinga- eða Norð- lendingafjórðungi.samkvæmt nánari fyrir- mælum stjórnarinnar«. Sé því hér um ritstuld að ræða, er það stjórn Fiskifé- lagsins að því leyti óviðkomandi að frv. þetta er fjölritað og sent út óbreitt frá þvi að það er afhent af höf. Hvað þeirri ath.ugsemd hr. F. J. við- víkur, að höfundi »frv.« hefði ekki verið gefið tækifæri til þess að kynna sér reynzlu annara þjóða á þessu sviði, þá er það einmitt það sem gerl hefur verið í þessu tilfelli, því árið 1928 veitti stjórn Fiski- félagsins Arngrími Bjarnasyni 2000 kr. til að ferðast um Noreg og Danmörku og kynna sér samvinnufyrirkomulag sjáv- arútvegsmanna í þeim löndum, þ. á. m. síldar og fiskisölusamlög. Var honumsér- staklega falið »að kynna sér vel þau sam-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.