Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 5

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 5
ÆGIR 75 vera að svo sé. En ætli ekki megi þakka efni hans því, að hann hefur verið flest- um meiri aflamaður og eftir því hagsýnn og ráðdeildarsamur. Friðrik er kvæntur Elínu Þorsteins- dóttur frá Dyrhólum í Mýrdal. Hafa þau eignast 5 börn. Eitt dó í æsku en hin eru flest komin af barnsaldri. Er Elín húsfreyja hinn mesti skörungur og heim- ilið annálað snyrti- og myndarheimili. Ekki hefur Friðrik gefið sig mikið að landsmálum, enda löngum haft annað um að hugsa. Er það haft eftir honum, að hann viljiláta þingmenn og þáaðra, er þjóðin greiðir kaup, annast hina andlegu og efnalegu velferð hennar. En hitt er talið vafalítið, að hann sjái eins vel og aðrir, hvort þessir »oddvitar« þjóðarinn- ar leysi störf sín af hendi svo dyggilega sem vera ber, og geri hann til þeirra jafnstrangar kröfur og hann hefur jafnan gert til sjálfs sin. Og víst er um það, að væri hvert rúm svo skipað, sem það, er Friðrik Svip- niundsson situr i, þá mundi margtganga hér öðruvisi og betur en það nú gerir. Og er hver þjóð þvi betur farin sem hún á fleiri hans líka. J. P. J. Þorskur gengur milli íslands og Grænlands. Þess var getið í »Ægi« og »Vísi« í sumar er leið, að 6 þorskar, sem merktir höfðu verið við Grænland, hefðu veiðst við ísland, og siðar hefur vitnast að einn sem merktur hafði verið í Godthaabfirði 1926 hafi veiðst í Víkurál út af Patreks- hrði 8. maí siðastliðinn. En nú fyrir skömmu hefur próf. Johs. Schmidt tjáð mér, að tveir fiskar, sem merktir voru á »Þór« við Vestmanna- eyjar á vetrarvertiðinni 1929, hafi fengist aftur, annar i maga á hákarli, sem veidd- ur var í Grænlandshafi, við landgrunns- brún Grænlands, beint vestur af ísafjarð- ardjúpsmynni (66° n.br., 30° vl.), hinn veiddist við Frederikshaab á suðvestur- strönd Grænlands (62° nbr.), 15 mánuð- um eftir að hann var merktur. Þar með er sýnt og sannað, að fullorðinn þorsk- ur hefur gengið frá suðurströnd íslands suður fyrir Grænland og góðan spöl norður með suðvesturströnd landsins, eftir að hrygningartiminn var um garð genginn, sennilega í ætisleit, og hefði máske komið aftur til nýrrar hrygningar við Vestmannaeyjar, ef hann hefði ekki bitið á krókinn hjá Grænlendingum. Af þessu mætti ætla, að fiskar þeir, er merktir voru við Grænland og veiddir hér, hafi verið íslenzkir fiskar, sem hefðu slangrað svona langt burtu og fengið á sig sönnun þess, að þeir hefðu komið í vestur-grænlenzkan sjó. Og það lítur þá út fyrir, að íslenzki þorskstofninn sé nokkuð viðförull í »sumarfriinu«, oggæti ég trúað því, að það mundi vera loðnan, sem lokkaði hann svona langt frá átt- högunum. Pessi merkilega útkoma á merkingun- um við Vestmannaeyjar, mun verða til þess, að enn meira kapp verði bráðlega lagt en áður á að merkja hér þorsk við suður- og vesturströndina, og vil ég enn hvetja fiskimenn vora til að hafa góðar gætur á merkjum á fiski, og vanrækja ekki að skila þeim sem finnast kynnu, á skrifstofu Fiskifélags tslands, eða til erindreka félagsins. B. Sœm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.