Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 11
ÆGIR 81 aðeins blotnuðu þeir, en sökuðu að öðru leyli ekki neitt. Vegna brimsins og að- fallsins svo og vegna þess að skipið færð- ist nokkuð úr stað, urðum við að færa björgunartaugina meðan á björgun stóð, og tafði það nokkuð. Þeir bræður, Guðmundur og Benedikt á Þórkötlustöðum, Þórarinn Stefánsson, Helgi Jónsson og fleiri tóku aðallega við mönnunum, er þeir komu að landi og voru þeir sí«t minna hraktir en sjálfir strandmennirnir. Hraunsbræður, Gísli og Magnús voru einnig við björgunina, og fluttu alla skips- höfnina heim til sín, og tóku henni með sinni alkunnu gestrisni og umhyggju.Má hinar góðu viðtökur er skipshöfnin fékk þar, ekki siður þakka konum þeirra bræðra er fóru á fætur kl. 4 um nóttina og hit- uðu upp húsið svo þar var funheitf, er skipshöfnin kom þangað. Læknirinn mætti á staðnum, athugaði ástand skipverja og gaf þeim hressingu. Hér um bil 10 mínútum eftir að björg- un var lokið, lagðist skipið á sjó og gekk þá sjórinn yfir það, og úr því mun vafa- samt hvernig björgun hefði tekizt. Eg álít björgunartæki slysavarnafélags- ins hafa hér komið að mjög miklu gagni, og vafasamt hvernig farið hefði án þeirra. Auk þeirra er áður eru taldir, hjálp- uðu eftirtaldir menn og jafnvel fleiri til við björgunina, bæði við að strekkja drag- i'eipi, fylgja mönnum heim að Hrauni o. fl. o. fl.: Guðmann Jónsson, Haraldur Haralds- son, Guðlaugur Þórðarson, Þórður Magn- ússon, Magnús Þórðarson, Kristinn Vil- hjálmsson, Reginbaldur Vilhjálrasson, Jón Daníelsson, Vilbergur Daníelssgn, Júlíus Daníelsson, Guðm. Guðmundsson, Guð- mundur Þorláksson, Geir Þórarinsson, Kristinn Lárusson, Bjarni Gíslason, Þor- steinn Benediktsson, Jón Jónsson, Jón Engilbertsson, Guðmundur Guðmunds- son, Albert Ejrjólfsson, Gunnar Einarsson. Grindavík 28. marz 1931. Einar Einarsson, Hinzta kveðja til unnustu. Óvenjuleg athöfn fór nýlega fram, þar sem finnsku skipin »Arcturus« og »Ober- on« rákust á, skammt frá Læsö, um jóla- leytið s. 1. Slyss þess hefur verið getið i blöðum hér; skipin voru frá sama fé- lagi og skipstjórarnir voru bræður. Meðal annara, sem drukknuðu er »0- beron« sökk, var ung finnsk stúlka, sem var á leið til Englands, þar sem unnusti hennar, skipstjóri Jack O’Brien Retching beið og skyldi brúðkaup þeirra haldast um jólin. Hinn fyrsta þriðjudag í febrúar (3ja febr.), var skipstjóri Retching staddur á eimskipinu »Spero«. sem heldur uppi föstum ferðum milli Kaupmannahafnar og Hull. Snemma um morguninn nálg- aðist skipið staðinn, þar sem »Oberon« sökk og er þangað kom var öllum skips- mönnum skipað í fylkingu á þilfari, öll Ijós voru slökkt og vélin stöðvuð. Þá gekk skipstjóri Retching (unnustinn) út að borðstokk og bar stóran kranz, knýtt- an úr lárviðarblöðum, murtugreinum og jafnmörgum rauðum nellikkum og árin voru, sem unnusta hans hafði lifað. Hann kysti kranzinn og fleygði honum síðan í hafið, sem siðustu kveðju til hennar, sem látin var. Tvær mínútur lá skipið kyrt; að þeim liðnum skipaði skipstjóri þess að halda ferðinni áfram. (»Vikingen«).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.