Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 6
76 ÆGIR „Ráðning íslenzkra sjómanna á erlend skip“. Frá atvinnumálaráðuneytinu, hefur ritstjóra »Ægis« borist eftirfylgjandi bréf og skýringar, út af grein um ráðningu islenzkra sjómanna á erlend skip i 3. tölubl. »Ægis« þ. á. og þykir sjálfsagt að birta það hér svo sjómenn viti hvað er að gerast og hvað gert hefur verið í máli þvi, sem greinin hljóðar um. FORSÆTISRÁÐHERRA. Herra ritstjóri Sveinbjörn Egilson Reykjavik. Út af grein yðar, herra ritstjóri, í 3. tbl. Ægis 1931, »Ráðning íslenzkra sjó- manna á erlend skip«, leyfir ráðuneytið sér að senda yður eitt endurrit afsamn- ingi er gerður hefur verið milli íslands og Noregs, og gekk í gildi 30. okt. s. 1. um gagnkvæmi við bætur fyrir slys við vinnu. Jafnframt skal þess getið, að frá þvi 1. nóv. s. 1., hefur samskonar samningur verið í gildi inilli íslands og Svíþjóðar (sbr. Stjórnartíðindi 1930, bls. 286—287) og frá 13. október 1927 milli íslands og Danmerkur (sbr. Stj.tíð. 1927, bls. 199-200). Með samningum þessum er islen^kum sjómönnum, er sigla með dönskum, norsk- um, eða sænskum skipum, trjrggður sami réttur til bóta fyrir slys, og þegnum þess lands er skipið tilheyrir. t*að skal einnig tekið fram, að fyrst- net'ndur samningur verður birtur í næsta hefti sem út kemur af Stjórnartíðindunum. F. h. r. e. u. Stefán Þorvarðsson. Með því að hinni konunglegu íslenzku stjórn og hinni konunglegu norsku stjórn hefur virst hagkvæmt að tryggja ríkis- borgurum í hinu landinu rétt til bóta fyrir slys við vinnu, hafa undirritaðir, er þar til hafa gilt umboð, gert með sér eftirfylgjandi samkomulag. i. Með því að íslenzku lögin um slysa- tryggingar, nr. 73 frá 7. maí 1828 ekki setja skilyrði um þjóðerni eða bústað þeirra einstaklinga er samkvæmt lögun- um eiga rétt á bótum, er því hér með heitið, að hin konunglega íslenzka stjórn mun veita norskum ríkisborgurum, án tillils til bústaðar, sama rétt til bóta sem íslenzkum ríkisborgurum. Da den Kgl. íslandske regjering ogden Kgl. norske regjering har funnet det hen- siktsmessig St sikre statborgere i det ann- et land rett til erstatning for skade, for- voldt ved arbeide, har vi undertegnede, som er utrustet med behörig fullmakt dertil ingátt fölgende overenskomst: I. Da den islandske lov om ulykkesfor- sikring, nr. 73 av 7. mai 1928 ikke stiller betingelser med Hensyn til de personers nasjonalitet eller bopel som ifölge loven har rett lil erstatning, blir det herved gitt tilsagn om, at den Kgl. islandske re- gjering vil gi norske statsborgere, uten hensyn til bopel, samme rett til erstat- ning som islandske statsborgere.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.