Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 10
80 ÆGIR 40% sem beinlaus fiskur er ódýrari i öllum flutningum. Eitt atriði er enn ótalið og er það ekki veigaminnst. Við framleiðslu beinlauss frostfiskjar er allur úrgangur samankom- inn á einn stað. Úr hausum, beinum, roði og innýflum, má með tilltölulega litlum kostnaði gera fiskimjöl, lím, áburð og önnur efnasambönd, sem öll eru í háu verði. Pannig getur það sem sparast við fryst- ingu og flutninga, jafnframt því, sem græðist við framleiðslu aukaafurða numið meiru en því, sem lagt er i kostnað við framleiðslu beinlauss fiskjar framyfir slægðan frystan fisk. Það er þvi ekkert að undra, þólt vara þessi leggi undir sig markaðinn og njóti einróma lofs allra þeirra, sem til þekkja. Einn er þó galli á gjöf Njarðar, ef galla skyldi kalla. Bein- laus fiskur útilokar svo að segja alla smáiðju. Hver verksmiðja verður að hafa fiskimjölsdeild, en slíkum kostnaði verð- ur að vera samfara nægjanlegl verkefni fyrir stóriðju. F*að er litlum vafa bundið, að bein- laus frostfiskur eða einhver annarfiskur, sem unninn er á sama grundvelli verð- ur lausnin á gátum fisksölunnar i fram- tíðinni, til þess hefur hann alla kosti en fá ókosti. í þessu sambandi er vert að gefa þvi gaum, að fiskimjöl er eina is- lenzka sjávarafurðin, sem ekki hefurfallið stórkostlega í verði á siðasta ári. Þetta eitt meðal annars færir okkur heim sann- ínn um, hve heilbrigð framleiðsla bein- lauss fiskjar er, þvi að einmitt hún gerir okkur mögulegt að breyta öllu þvi, sem ekki er ætt af fiskinum i fiskimjöl. Pað er spá mín að beinlaus fiskur muni á næstunni halda innreið sína i þau lönd, þar sem hann ekki er þegar þekktur. Þórður Þorbjarnarson. Strandið við Grindavík. Skýrsla til stjórnar Slysavarnafélags íslands um björgun skipverja af e. s. »Cap Fagnet« frá Fé- camp, erstrandaði austan við Grindavík, þriðju- daginn 24. marz 1931, frá formanni slysavarn- asv. »Þorbjörn« í Grindavík, Ginari Einarssyni. Aðfaranótt þriðjudagsins 24. marz kl. 4, kom til mín hraðboði með þær fregnir, að skip væri strandað á Hraunsfjörum hér i hreppi, og myndi vafasamt um björgun skipverja. Eg brá við þegar og kvaddi mér til fylgdar þá Eirik Tómasson, Járngerðar- stöðum og Guðmund Erlendsson, Grund. Fórum við þegar með hraðboðanum, sem kom á flutningabifreið og tókum með okkur fluglínubjörgunartæki slysavarna- félagsins hér ásamt ljósum, því dimmt var af nóttu. Lögðum við af stað héðan kl. 4l/2, og vorum komnir á strandstað- inn kl. 5. Vindur SSA, vindbraði ca 8, og nokkurl brim. Byrjuðum við þegar á að taka upp björgunartækin og festa byssuna. Hlóð ég hana nú og miðaði, á- samt Guðmundi Erlendssyni. Kom okkur saman um miðunina og skaut hann úr byssunni. Þá var kl. 5,io. Skotið tókst prýðilega og kom línan yfir skipið fram- an við stjórnpall, en neðanundir loft- skeytaneti. Drógu skipsmenn þegar að björgunarlinurnar og festu við afturmast- ur, nokkuð ofan við bátadekkið. Að því búnu var bv'rjað á björgun. Þetta var kl. 5,80, en lokið kl. 7. og höfðum við þá náð allri skipshöfninni 38 mönnum á land, öllum ómeiddum en gegnblautum. því vegna þess hvað skipið ruggaði mik- ið í briminu, var ekki hægt að strengja björgunarlínuna eins og þurfti, af ótta við að hún kynni að slitna, drógust því skipsmenn annað kastið niður i sjóinn, þegar skipið veltist að landi, en við það

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.