Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 17
ÆGIR 87 1 mótorskip 8.500 tons fyrir L Kjöle í Oslo. 1 mótorskip 8.000 tons fyrir Fearnley & Eger i Oslo. Fréttir frá Newfoundlandi. í febrúar var ný sjávarútvegsnefnd (»Board of Trade«) kosin i St. Johns, og hið fyrsta sem hún tók sér fyrir hendur, var að leggja fram frumvarp til eflingar hetri meðferðar á fiski, samvinnu þeirra er flytja út fisk, sem leiða myndi at sér betri sölu. Nefndin leggur áherzlu á, að fiskur sé flokkaður eftir þeim kröfum, sem hinir ýmsu fiskmarkaðsstaðir setja. Þetta hefir áður verið reynt, en mistek- ist sökum þess, hve ósamtaka útflytjend- ur hafa verið og engin lög, sem fyrir- skipuðu að fylgja þar föstum reglum. Þess er vænst, að þegar þingið (Parla- mentið) kemur saman í vor, muni hin nýstofnaða sjávarútvegsnefnd gera allt það, er í hennar valdi stendur, til þess lög verði sett, sem fyrirskipi fiskimaf og fastar reglur, hverjum allir þeir er verka fisk verða að fylgja. Búist er við því, að fiskveiðarnar gefi meira af sér í ár, en síðastliðið ár. Að visu er verð á fiski lágt, en þess ber að gæta, að vörur til útgerðar, bæði mat- væli og veiðarfæri og annað til reksturs, hefir lækkað í verði og auk þess verður fyrra árs fiskur að mestu seldur áður nýjar birgðir koma á markaðinn. — (Danska aðal-konsulatið i Montreal). Verzlunarfloti Norðurlanda. »Norsk Veritasa hefur nú gefið út skrá yfir verzl- nnarskipastól Norðurlanda eins og hann Var um nýjár 1931. Samkvæmt þeirri skipaskrá, eru verzl- ^narskip Noregs 1966 að tölu, samtals hrútto lestir 3.8U8.018. Sænsku verzlunarskipin eru 1432 sam- tals 1.643.646 brútto lestir. Danski verzlunarflotinn er 734 skip, samtals 1.123.086 brútto lestir. Þar næst er Finnland með 356 skip, samtals 310.875 brútto lestir ogaðlokum er ísland talið að eiga 77 skip, samtals 29.253 brútto lestir. Skrá þessi telur ekki skip undir 100 lestum br. Eigi er auðið að sjá hvernig útgefendur fá út töluna 77 skip, sem teljast eiga verzlunarfloti landsins. Um nýár 1931, eru gufnskip talin 95 alls í skipaskrá rikisins, og eru vöruflutninga- og farþegaskip, togararog línnveiða-gufuskip. Nærritölunni 77 verzl- unarskip, má komast með því að telja öll íslenzk skip sem fara milli landa með hverskonar vörur sem eru, þar með taldir togarar með eigin afla. Haustið 1930 er skipastóll landsinsþessi: G u f u s k i p. 1000-2000 1. br. 5 tals 7.351 1. br. 500-10U0 1. br. 5 — 3.700 1. br. 100- 500 1. br.62 - 16 944 I. br. 50— 100 I. br. 23 — 1.825 I. br. Samtals 95 tals 29.8A) 1. br. M óto r skip. 100 — 500 1. br, 3 tals 900 I. br. 50-100 1. br. 16 — 972 1. br. 30- 50 I. br. 67 — 2.556 1. br. 12- 30 1. br. 189 — 3.359 1. br. undir 12 1. br. 361 — 2.536 1. br. ótilgreind stærð 17 — ? Samtals 653 tals 10.323 1. br. Seglskip. 50-100 1. br. 2 lals 104 1. br. 30— 50 1. br. 2 — 77 1. br. 12- 30 1. br. 2 — 46 I. br. Samtals 6 tals 227 1. br. Allur þorrinn af þessum skipum eru fiskiskip.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.