Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1931, Blaðsíða 20
90 ÆGIR syðra og víðar niun kunnugt, hefui mðrg- um smáskipum verið siglt milli landa i skammdeginu, siðast liðinn vetur. Sigl- ingar þessar ná engri átt. Aðvera40 — 50 daga á ferðum milli Danmerkur og Is- lands á 20—30 tonna mótorbátum sýnir ráðlagið. Utbúnaður bátanna getur verið góður, en Atlantshafið er ávalt Atlants- haf og heldur áfram að vera það. Eg hef verið mér úti um stýri, sem tekið var af einum þeirra báta, sem upp var siglt í vetur, vona ég að það stýri beri vott um hættu þá, sem fólki þvi er stefnt í, sem fer i slikar siglingar, sem œtti að bantxa með lögum, á hinum versta tíma árs. Slysatrygging rikisins ætti að athuga þessar siglingar, ef þá svo er i garðinn búið, að íslendingar þeir, sem gefa sig i þær, séu nokkursstaðar skráðir. Það er einhver hjúpur yfir sjóferðum þessum, sem þyrfti að lyfta lítið eitt upp og t. d. athuga hvort yfirmenn bátanna hefðu þau réttindi, sem þessar millilanda- siglingar útheimta; auk þess er engin vissa fyrir, að öll skip, sem mönnum dettur i hug að sigla hingað til lands, séu tær i Atlanfshafsferðir að vetrarlagi og ættu sjóvátryggingafélögin að hafa auga með því og einnig bve margirsigl- ingafróðir menn eru á ferðum þessum og hvort próf þeirra leyfir þeim að veita »vöku« forstöðu milli landa. Vonandi athuga menn þetta og gera einhverjar ráðstafanir, áður en stórslys hljótast af. Vetrardag síöasta 1931. Sveinbjörn Egilson. Aðflutningsgjald af fiski til Tunis. í 3. tbl. Ægis þ. á., var skýrt frá hækk- un þeirri, sem nýlega hefur orðið á að- flutningsgjaldi á fiski til Frakklands. Sam- kvæmt tilkynningu frá forsætisráðherra, eru lögin um aðflutningsgjaldshækkun- ina nú einnig gengin í gildi í Tunis. Slysavarnafélag íslands. Á öðrum stað i blaðinu má lesa um strand togarans »Cap Fagnet« í Grinda- vik, hinn 24. marz sl. og björgun skips- hafnarinnar. Þetta er merldsviðburður, þarsemþað er í fyrsta sinni, sem björgun fer fram hér á landi með tækjum, sem beinlínis eru ætluð til björgunar. Gefur þetta miklar vonir um, að línu- byssurnar komi hér að góðum notum, þar sem þeim verður við komið og ætti björgun þessi að hvetja menn til að æfa sig á meðferð þeirra, hvar sem þær eru geymdar. Slysavarnafélag Islands hefur fengið myndjr af nokkrum þeim mönnum í Grindavík, sem að björguninni unnu og lánar nú Ægi þær; eru þær ekki hér settar, til að heiðra þá mætu menn meira en hinn stóra hóp, sem lagt hefur oftog einatt lif sitt í sölurnar til að bjarga með- bræðrum sínum frá sjódauða hér við land, og aldrei hefur verið minnst og engar myndir sýndar af, heldur eru þær settar i samband við verk það, sem Slysavarna- félag íslands hefur með höndum og nú í fyrsta sinni kemst í framkvæmd, með þeim árangri að 38 mönnum er bjargað úr sjávarháska. Fregnin um þetta fer nú til framandi Ianda og hlýtur að auka veg og virðingu félagsins og hér heima fyrir mun atvik þetta góð hvatning til fram- kvæmda og það mun sannfæra menn, að æfingar eru nauðsynlegar, ekki að gleyma góðri meðferð og hirðing allra tækja, svo allt sé i lagi þegar þeirra gerist þörf.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.