Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 6
154 ÆGIR 3. Öll fiskiskip, stór og smá eru mó- torskip, mótorlausar fleytur eru að eins smábátar og kænur. 4. í Danmörku eru fá útgerðarfélög; fiskimennirnir eru vanalega eigendur báta og veiðarfæra, eiga það í félagi. Þar sem ræðir um stór fiskiskip, þá er skip- stjórinn oftast eigandinn, og skipshöfn, 3—4 menn eru parthafar. Rikið lánar fé með vægum skilmálum til skipakaupa og gerir mönnum kleift að eignast fiski- skip eða bát. Af hinum 650 fiskiskipum Dana, eru að eins 4, sem eru frá 70—90 smálestir, hin frá 15—50 smálestir. 5. Fiskurinn er seldur nýr (með inn- ýflum) oft lifandi, og að eins lítill hluti aílans seldur sem »filetur«, fars, reyktur eða niðursoðinn. Danska dragnótin er merkilegt veiðar- færi og var fyrst notuð í Limafirðinum og er sagt að fiskimaðurinn Jens Væver hafi fundið hana upp, en sé rétt skýrt frá, var líkt veiðarfæri til áður, en Jens endurbætti það og gerði það full- komnara. Það var á árunum kringum 1880, að dragnótin fékk það álit sem hún síðan hefur haft sem veiðarfæri, þegar stór þilskip byrjuðu að veiða með dragnót í Skagerak og Iíattegat og stund- uðu mest skarkolaveiðar; var þá gnægð kola á þeim slóðum og einnig í Norð- ursjónum og leið ekki á löngu þar til farið var að veiða með dragnót þar. Sem stendur er talið, að 6000 dragnætur séu í notkun. Auk þess veiðarfæris, sem hér hefur verið nefnt, hafa Danir eins og áður er umgetið ýmiskonar veiðaútbúnað fram með ströndum landsins, svo sem slaura- nætur, álagildrur o. s. frv., sem virt er á 8,5 miljónir króna. Ræður botnslag og straumar því, hvar þeim verður bezt komið fyrir. Síldar- og makrílagöngur fara með ströndum fram um flóa og firði; eru þær veiðar stundaðar mjög og annaðhvort ílutt lifandi fiskur á land í þar til gerð- um brunnum í fiskibátunum, eða hann er frystur og seldur þannig eins og gert er á skipum þeim, sem stunda veiðar í Norðursjónum og halda að jafnaði úti 1—2 vikur. Sú veiði sem mest er stunduð er skar- kolaveiðin. Að meðaltali veiða Danir ár- lega 28000 smálestir af kola, virt á 12— 15 miljónir króna, næsta fisktegund að þyngd, sem þeir veiða er þorskur. Áll- inn er dýrasta tegundin og fæst fyrir þær um 4000 smálestir, sem talið er að árlega veiðist, 7—8 miljónir króna. Af fiskiflota Dana, eru það tiltölulega fá skip sem eru það stór (70—90 smá- lestir), að það borgi sig að senda þau til íslands á veiðar og flytja afla til mark- aðslanda við Norðursjóinn, en smáskip má þó nota til veiða, þegar flutningaskip taka við aflanum og flytja hann á markaði. 1 fyrra (1930), áttu Færeyingar 195 fiskiskip. Flest þeirra eru gamlir kúttar- ar, smíðaðir í Englandi. 40 skip af flot- anum eru nýlegar skonnortur með mó- tor, sumar þeirra nýsmíðar, auk þess voru 144 mótorbátar og 1500 árabátar. Afli var í fyrra 29.500 smálestir af full- verkuðum fiski, mest af því veitt við ls- land, en 8600 smálestir veiddust við Grænland. Á síðari árum, hafa veiðar við Eyjarnar verið stopular. Verðmæti aflans 1930, er talið 7.500.000 krónur. Nýja spanska stjórnarskráin. Madrid 14. ágúst. — Stjórnarskrárnefnd þjóð- þingsins hefur lokið samningu 4. og 5. kafla uppkasts stjórnarskrárinnar, uro löggjafarvaldið og forseta lýðveldisins. Fá allir 21 árs gamlir kosningarrétt. Þing- menn verða kosnir til 5 en forsetinn til 6 ára með almennum kosningum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.