Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 11

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 11
ÆGIR 159 uðu þar miður. Voru þeir hættir veiðum um eða fyrir miðjan júní. Al/tafjörður. 1 vor gengu þaðan 6 vél- bátar, 5 af svipaðri stærð og Hnífsdals- bátar, en 1 um 14 lestir. — Ennfremur lagði línuveiðarinn Fróði þar upp um 560 skpd., svo og vélb. Höskuldur um 170 skpd. Aíli samtals frá byrjun apríl til júni- loka 1848 skpd. 1 fyrra voru taldir þarna 5 vélbátar sömu og nú, 1 vélb. ca. 30 lesta (Sæfari) mestan part maí, svo lagði og Fróði þar upp aílaslatta. Afli þá írá 1, maí til júlí talinn alls 820 skpd., og var þá talinn fremur rýr. Nú má teljast þarmjöggóð- ur afli, þótt eigi komist til jafnsviðBol- ungavík eða Hnifsdal. Ögurnes og Ögurvík. Um 10—11 bát- ar gengu þaðan, byrjuðu veiðar um miðj- aíi apríl og fengu um 560 skpd. tiljúní- loka. í fyrra vor gengu þarna 5—7 smávél- bátar og 2—3 árabátar og fengu þá 470 skpd. Voraflinn má nú teljast allgóður, eftir því sem um er að ræða á þessum stöðum, að jafnaði. Snœfjallaströnd. 9 smábátar gengu það- an í vor, þar af 7 með smávél, en munu margir eigi hafa byrjað fyr en í maí. Höfðu þeir fengið um 200skpd. ílokjúní. 1 fyrra vor voru bátarnir eigi taldir nema 6 og öfluðu þá svipað, rúm 200 skpd., svo hér er um mjög rýran afla að ræða. Enda eru og fáir menn á hvor- um bát, eða um 23 alls á þessum bátum. Aðalvík og Hornstrandir. Þaðan gengu nú í vor 6 vélbátar 2—4 lesta, ogll —12 smávélbátar. Afli frá byrjun april til júní- loka talinn um 1220 skpd. Vorið 1930 gengu þarna 6—7 vélbátar sömu og nú, og 11—12 opnir bátar, og öfluðu þá yfir maí og júnímánuði 840 skpd. Aflabrögðin nú mega yfirleitt telj- ast góð, smábátarnir stunduðu eigi allir veiðar að staðaldri. Gjögur. Skýrslur þaðan hef ég ekki náð i ennþá, en lítið kvað hafa aflast þar til þessa. Sleingrímsfjörður. Par byrjuðu nú fisk- veiðar í maí i vor, og var allgóður afli þá um tíma, en lélegur er kom fram í júní. Gengu þaðan 9 vélbátar, og höfðu aflað um 490 skpd. í lok júlímánaðar. Svo sem bert er af framanskráðum upplýsingum, hefur voraflinn yfirleitt verið með allra mesta móti — og meiri en nokkru sinni áður í aðalveiðiplássun- um. Bera þar sérstaklega af Bolungavík, Súgandafjörður, Hnifsdalur og eigi sízt ísatjarðarkaupstaður. Bæði var það, að afli var óminnilega mikill, svo voru og gæftir ágætar framan af vori, meðan mest var fiskgengdin. Beituskortur hamlaði og aldrei sjóferð- um. Var fyrst beitt freðsíld, en um miðj- an maí fékkst smásíld í vörpu á ísafirði (innra), og nægði það sem eftir var ver- tíðar. Pað stóðst og á endum að fshús- in hér voru um það tæmd. Fiskverð var nú hér í vor 10 aur. kg. af blautfiski með með hrygg og ósund- urgreindum. Saltfisksverðið er jafnan nokkuð reikulla. Hjá Samvinnufélaginu hér í bænum var skift með sama verði og um páskana 22 aur. kg. af stórfiski og 20 aura smáfiskur, fnllstöðnum. Sumir munu hafa keypt fisk, bæði innlendan og af norskum skipum, nokkuð hærra. í fyrra vor var blautfisksverðið 15 aur. kg. af stórfiski, og 12 aura af smáfiski. Verð á saltfiski úr bátum varþáalmennt hér 24 aura kg. af stórfiski, og 22 aur. af smáfiski. Hæztu fiskhlutir hér nærlendis eru sem hér segir: í Súgandafirði, hjá Helga Sig- urðssyni 1030 kr., og um 1100 kr. sé »stúfur« skipverja talinn með.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.