Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 13
ÆGIR 161 f Gísli J. Ólafson landsímastjóri. Hann andaðist á spítala í Kaupmanna- höfn eftir uppskurð aðfaranótt hins 15. ágúst. Kaþólska kirkjan og saltfisksverzlunin. Saltfisksverzlunin síðustu árin hefur aukiststórkostlega ogþráttfyrir hinamiklu framleiðslu hefur fiskverð verið furðu- lega stöðugt. Flestar vörur hafa fallið í verði á heimsmarkaðinum og fiskur einn- ig, og eftir stjórnarbyltinguna í Suður- Ameríku fór eftirspurn eftir saltfiski að verða minni og verðið hefur lækkað. Síðan kom stjórnarbyltingin á Spáni, konungurinn var rekinn frá völdum og ýms hermdarverk framin, en þrátt fyrir þetta má þó heita, að þetta hafi farið friðsamlega fram, en spánska myntin hefur þó fallið i verði, sem hefur haft það í för með sér, að dregið hefur úr innflutningi á fiski og orsakað truflun á allri verzlun. Eins og flestum mun kunn- ugt, eru kaþólskir menn, hinir mestu fiskneytendur í heimi. Trúarbrögð þeirra fyrirskipa, að þeir bragði ekki kjöt á föstunni og neyta þeir því fisks í stað- inn. Á þessum síðustu árum virðist svo sem fyrirskipanir kirkjunnar, um matar- æði á föstunni séu ekki haldnar eins og þeir rétttrúuðu ætlast til, einkum í þeim löndum þar sem spanska er töluð, og hjá því getur vart farið, að saltfisksverzl- unin líði við það. Breskir fiskkaupmenn hafa orðið varir við, að saltfisksflutningur til írlands hef- ur minnkað mikið, siðan landið varð fririki og eftir að áhrif kaþólsku trúar- bragðanna urðu minni meðal lands- manna, og hætt var að halda föstuna eins stranglega og áður, með því að úti- loka kjötið og láta fisk koma í þess stað. Við hið sama þykjast menn verða varir á Spáni nú. Það sem fram hefur farið á Spáni undanfarið varðar jafpt ísland og önnur fiskframleiðslulönd og eftir því verður að taka, sem þar er að ske, og reyna að leita uppi aðra markaði í tíma skyldu þeir gömlu bregðast, eða breyta verði verkunar- og söluaðferðum. Kristján Andrésson áttræður. Þann 16. júlí síðastl., var einn af braut- ryðjendum þilskipaútgerðarinnar hér á landi, Kristján Andrésson skipstjóri og óðalsbóndi í Meðaldal í Dýrafirði, 80 ára. — Kristján lærði sjómannafræði á Bogö- sjómannaskóla í Danmörku, veturinn 1883 — 84. Eftir heimkomu sina var hann mörg ár skipstjóri á þilskipum aðallega frá ísafirði, jafnframt því sem hann bjó stórbúi í Meðaldal. Á vetrum kenndi hann skipstjóraefnum sjómannafræði og seglasaum heima hjá sér í Meðaldal, því stýrimannaskóli var þá enginn hér á landi. Flestir þeir sem lærðu hjá hon- um voru hásetar hans á sumrum, og má því segja að vera þeirra undir handleiðslu hans var samanhangandi skóli, enda urðu margir af lærisveinum hans afburða stjórnarar og eftirsóttir bæði af Vesturlandi og Faxaflóa. Krislján er tvígiftur. Fyrri konu sína, Friðrikku Benónýsdóttur, missti hann eftir 3 ára sambúð. Seinni kona hans,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.