Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 5
ÆGIR 153 meðferð og fiskimati, líta eftir hvoru- tveggja og kynnast því sem bezt. Þeir hafa heimild til þess að banna fisksöltun úr salti, sem þeir álíta ónothæft. Á ferðum í þágu matsins, öðrum en þeim, er um getur i 5. gr., fá þeir ferða- kostnað greiddan úr ríkissjóði, eftir reikn- ingi, sem atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið úrskurðar. Á sama hátt fá þeir greiddar úr ríkis- sjóði nauðsynlegan kostnað vegna til- rauna með nýjar eða bættar verkunar- aðferðir, rannsóknir á salti, geymsluþoli fiskjar og öðrum tilraunum, er lúta að auknu verðmæti hans, enda hafi ráðu- neytið samþykkt, að slíkar tilraunir skyldu gerðar. Þeir fá einnig greiddan úr rikissjóði nauðsynlegan símakostnað vegna fiski- matsstarfa. 8. gr. Sá, sem flytur eða lætur flytja út saltfisk án þess að láta meta hann eða fá matsvottorð um hann, sæti 500 til 10000 króna sektum í ríkissjóð. Ef um ítrekað brot er að ræða, má há- markssekt vera allt að 20000 kr. Um mál út af brotum þessum fer sem um almenn lögreglumál. 9. gr. Sannist þær misfellur á votlorði yfirfiskimatsmanns, er álíta verður að stafi af vítaverðu gáleysi eða vanrækslu, ber hann ábyrgð á tjóni því, er þar af leiðir. Auk þess getur ráðuneytið svipt hann stöðu sinni fyrirvaralaust. Þó telst hann sýkn saka, geti hann sannað, að einhverjir af undirmönnum hans eigi sök á misfellunum. Bera þá hinir seku undirmatsmenn ábyrgðina af tjóninu. Auk ábyrgðarinnar má þá og svipta þá stöðu sinni fyrirvaralaust. Um hegningu fyrir brot yfirfiskimats- manna og fiskimatsmanna gegn ákvæð- um þessara laga fer að öðru leyti eftir hinum almennu hegningarlögum. 10. gr. Með lögum þessum eru úr gildi numin lög nr. 18, frá 19. júní 1922, um fiskimat. 11. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Fiskveiðar Dana. Bær má telja einn af aðalatvinnuveg- um landsmanna, þar sem þær eru lífs- starf um 13000 manna, auk þess sem um 6000 manns eru að meira eða minna leyti riðnir við þær. Fiskifloti Dana eru um 650 stórir og um 5000 minni mótorbátar; er aílur flotinn virtur á 31 miljón krónur og veiðarfærin 18 miljónir. Árlega leggur þessi floti á land 90—95 miljónir kiló af fiski, sem ávalt er fyrsta flokks vara og metin á 35—45 miljónir króna. Framleiðsla þessi, er miklu meiri en seld verður til neyzlu í sjálfu landinu, sem nú um stundir er reiknað 40—45 miljónir kilo. Af þessu leiðir, að Danir verða að koma afgang á erlenda markaði, eða helmingi aflans. Veiðarfæri Dana og margbrotnar aðferðir þeirra við veiðar, eru sérstakar í sinni röð og hafa náð þvi stigi að nefna má þær sérfræði í fiskiveiðum. Það sem sérstaklega greinir veiðiað- ferðir Dana frá veiðum annara þjóða, er eftirfarandi: 1. Það má svo heita, að flest dönsk fiskiskip veiða með dragnót (á dönsku nefnist veiðarfærið »Snurrevaad«, á ensku »Danish sein« og á frakknesku, »la senne danoise«), og lóðum og að eins fá nota á sérstökum tíma ársins, smáar botn- vörpur með 2 hlerum (otter boards). 2. Smábátum fylgja allskonar net og tilfæringar, sem eiga við hið margbrotna vinnulag við veiðarnar, auk þess staura- nætur, gildrur og færi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.