Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 19
ÆGIR 167 skellti skipinu af klettinum niður i djúpið. Eigendur skipsins verða fyrir miklu tjóni, því auk annars, höfðu þeir nýlega látið setja yflrhitun í vélina, í Þýzkalandi og kostað til þess um 40 þús. kr. B. s. Frobisher frá Hull. Skip þetta strandaði við Leirhafnartanga hinn 1. febrúarþ. á., lá þar lengi í fjörunni þar til varðskipið Ægir náði því út í vor og flutti það til Reykjavíkur. Var fyrst talað um að selja skipið hér, en boð það sem hér fékkst, þótti of lágt. Var svo gert við skipið eftir föngum hér í fjörunni, svo það flyti heim og i júní kom hingað dráttarbátur, sem dró það til Englands. Fyrir sjórétti, sem haldinn var í Hull, voru lagðar 32 spurningar fyrir skip- stjórann. Þessum spurningum var þannig háttað, að einn af sjódómsmönnunum sagði, að í raun réttri hefðu spurningar verið 103. Hann gat þess einnig, að skip- stjórinn hefði reitt sig of mikið á ágizk- un og ekki notað siglingaþekkingu sína eins og honum bar sem sjómanni, aldrei rennt út lóði til þess að kynna sér dýpi og ferðalag hans hefði verið handabófssigling. Skipstrandið væri hon- um að kenna; sökum vanrækslu hans hefði skipið runnið á land. Fyrir þetta voru réttindi skipstjórans tekin af hon- um í níu mánaði. Stýrimaðurinn fékk ofanígjöf, en rétt- indum hélt hann, þótt hann hefði einnig sýnt kæruleysi í einu og öðru — frá því skipið fór fyrir Horn um kl. 4 e. h. hinn 31. janúar, þar til það stóð. Varðskipið „Doon“. — Breska varð- skipið »Doon«, sem hér hefur áður ver- ið við land, var í byrjun ágústmánaðar i viðgerð í Portsmouth. Það á að fara til Islands hinn 1. september og gæta þar hagsmuna enskra togara — og hafa umsjón með þeim. Á skipið að dvelja hér við land sex vikna tíma. Sigurður Sigurðsson búnaðarmála- stjóri varð sextugur 5. ágúst. I tilefni af því var honum haldið samsæti um kvöldið á Hotel Borg, og tóku þátt í því um 100 manns. Fjöldi samfagnaðarskeyta og ávarpa barst Sigurði þennan dag, frá fé- lögum og einstökum mönnum innan lands og utan, ennfremur heiðursgjafir, frá Ræktunarfélagi Norðurlands o. fl. Hefur Sigurður, að verðleikum, hlotið alþjóðárviðurkenningu fyrir hið mikla starf sitt, í þágu 1 andbúnaðarins á Is- landi. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1931. — Nr. 6. 15. Á Geldinganesvitanum (nr. 20). verður ekki kveikt framvegis. 16. Baujan norður af Viðeyjarboða (sjómerki nr. 9) verður ekki lögð útaft- ur. 17. Á Selvogsvitanum (nr. 101) hefur verið kveikt aftur, og er hann nú í nýja vitahúsinu, sem er grár steinsteyptur turn með gráu ljóskeri, 18 m. á hæð. Vitinn stendur 140 m. i stefnu N. a. A. frá gamla vitanum. Gamla járngrindin verður rifin. Einkenni vitans eru óbreytt, 2-leiftur á 10 sek. bili. Reykjavík, 8. ágúst 1931. Vitamálastjórinn Th. Krabbe.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.