Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 12
160 ÆGIR í Bolungavík, hjá Magnúsi Kristjáns- syni, um 1000 kr. í Hnífsdal hjá Hirti Guðmundssyni tæpar 900 kr. Hér á Isafirði er vélb. Ásbjörn (Har- aldur Guðmundsson), hlutarhæztur, með 1250 kr. hlut, og aðrir samvinnufélags- bátar: Sæbjörn með 1246 kr., Vébjörn 1143 kr., ísbjörn 1138 kr., Auðbjörn 1080 kr., Valbjörn 1047 kr., og Gunnbjörn 1037 kr. hlut. — Um hlutarupphæðir á aðra stærri báta, er gengu héðan í vor, Percy, Svölu og Gylfa, er mér ekki kunn- ugt, en þeir eru nokkuru lægri en þessir. Um fundahöld og starfsemi fiskideild- anna er vitanlega fátt að segja um þetta leyti. Síðari hluta aprilmánaðar fór ég vestur á firði, og héltfund í deildunum áTálkna- firði og Patreksfirði um sumarmálin. Var einkum á fundum þessum rætt um nauð- syn ísfisksölu, síðari hlut sumars og f haust, og áhugi hjá sjómönnum yfirleitt að koma því að einhverju í framkvæmd. Úr Patreksfjarðarkauptúni og frá ísa- firði ganga nú einir 20 opnir bátar, og auk þess víðsvegar úr vestanverðum Arn- arfirði, um 20 bátar eða fleiri. Virðist mér að þessi pláss öll, ættu að getahaft samlög um sama flutningsskipið, og mundi eigi, með sæmilegum afla taka marga daga að fylla skipið. — Auk þess eru og á Patreksflrði 3 vélskip, sem ganga á færaveiðar í sumar, og mundu þau að ég hygg, sinna þorskveiðum i haust, ef tækifæri gæfist. Smábáta-eigendur í Patreksfjarðarkaup- túni, höfðu og á deildarfundum í vetur rætt um stofnun félags eða samlags sín á milli, og kosið nefnd til þess aðsemja lög og leita frekari undirtekta í þessu skyni. — Arngrimur Bjarnason mætti á fundi þessum, skýrði málið og hvatti til framkvæmda. Nefnd sú er kosin var á téðum fundi, lagði fram uppkast að lögum á fundin- um í vor, og voru lögin samþykkt þá. — Var ætlun forgöngumannanna, að verka fiskinn í samlögum og fá þurkun- arpláss leigt, og mynda síðan samsölu- félag um fiskinn. En ekki mun hafa tekist að koma fé- lagsskap þessum á laggirnar í vor. Tekst það þó vonandi innan skamms. Fiski- mönnum á þessum slóðum, og einkum þeim sem búa í kauptúnunum, er það lífsspursmál, að bæta haginn með sam- tökum um afurðasölu, og sölu ísfiskjar, sem mundi vega mest, því sumaratvinn- an ein á smábátum, er svo léleg, að hún nægir eigi til framfærslu heimilis. Þjóðinni og Alþingi er nú orðin ljós hin mikla nauðsyn á sölu ísfiskjar, og ráðstafanir eru nú í aðsigi með fyrir- komulag á flutningum og sölu sliks fiskjar. — Er vonandi að slíkt beri á- kjósanlegan árangur, og komi hinum smærri sjávarplássum að notum, eigi síður en hinum stærri. — En því er ver að þau gleymast oft, máske stundum vegna samtakaleysis og skorts á for- göngu ráðandi manna, uns orðið er um seinan, kirkingur kominn i atvinnulifið, og fólkið, sem því má við koma, flyzt i burtu. Fleira en því, sem hér er drepið á, hefi ég sVo ekki að bæta við skýrslu mína að þessu sinni. Isafirði, 6. ágúst 1931. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.