Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 4

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 4
152 ÆGIR að fiskifulltrúi Islands á Spáni og Ítalíu veiti yfirfiskimatsmönnum aðstoð sína og haldi fundi með þeim árlega, á þeim tíma, er hagkvæmast þykir. Verði ágreiningur um einhver atriði, er máli skifta, milli þeirra, sker atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið úr þeim á- greiningi, að fengnum tillögum forseta Fiskifélags íslands, formanns Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda og full- trúa sjávarútvegsnefnda Alþingis, sem þær kjósa á þingi hverju til eins árs í senn. Fundarsamþykktir þessar og úrskurðir skulu gilda jafnt reglugerð, enda hafi ráðherra samþykkt. 3. gr. Yfirfiskimatsmenn skulu vera þessir: 1. Yfirfiskimatsmaðurinn í Reykjavík. Umdæmi hans skal ná yfir svæðið austan frá Þjórsá vestur að Önd- verðarnesi. 2. Yfirfiskimatsmaðurinnáísafirði. Um- dæmi hans skal ná yfir svæðið frá Öndverðarnesi norður til Reykjar- fjarðar í Strandasýslu. 3. Yfirfiskimatsmaðurinn á Aureyri. Umdæmi hans skal ná yfir svæðið frá og með Reykjarfirði austur að Langanesi. 4. Yfirfiskimatsmaðurinn á Seyðisfirði. Umdæmi hans skal ná norðan frá Langanesi suður að Hornafirði, að þeim firði meðtöldum. 5. Yfirfiskimatsmaðurinn í Vestmanna- eyjum. Umdæmi hanser Vestmanna- eyjar og Vík í Mýrdal. Laun yfirfiskimatsmannsins í Reykja- vík skulu vera 4700 kr. auk 1000 kr. til skrifstofukostnaðar. Laun yfirfiskimats- mannanna á Isafirði, Akureyri og Seyð- isfirði skulu vera 4000 kr. til hvers þeirra, og laun yfirfiskimatsmannsins í Vest- mannaeyjum 3300 kr. Allir skulu þeir auk þess njófa dýrtíðaruppbótar sam- kvæmt launalögum. Tölu fiskimatsmanna má auka með fjár- veitingu í fjárlögum, og verður þá gerð nauðsynleg breyting á umdæmum þeirra með konungsúrskurði. 4. gr. Fiskimatsmenn skipar lögreglu- stjóri á hverjum fiskútflutningsstað, svo marga sem yfirfiskimatsmaðurinn telur þurfa og eftir tillögum hans. Þeir skulu áður en þeir taka til starfa, rita undir eiðstaf, sem atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið fyrirskipar. 5. gr. Þegar yfirfiskimatsm. tekst ferð á hendur út fyrir lögsagnarumdæmi það, sem hann er búsettur í, til þess að ann- ast fiskimatsstörf i þarfir einhvers út- flytjanda, skal útflytjandi greiða honum ferðakostnað og fæðispeninga fyrir þann tíma, sem hann nauðsynlega þarf að vera að heiman í þeim erindum, hvort- tveggja eftir reikningi, sem atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið úrskurðar, ef hlutaðeigendur geta ekki komið sér saman. / Kaup fiskimatsmanna fyrir starf þeirra, við fiskimat greiði eigendur fiskjarins þeim, eftir því sem nánar verður ákveðið í erindisbréfum fiskimatsmanna. 6. gr. Yfirfiskimatsmenn megaekki taka á móti nokkurri þóknun, hverju nafni sem nefnist, frá þeim, sem metið er fyrir, frá skipstjórum á útflutningsskipum eða öðrum, sem við skipin eru riðnir, ann- ari en borgun þeirri, sem ákveðin er í Iögum eða erindisbréfi þeirra. Þeir mega ekki reka neinn sjálfstæð- an atvinnuveg, sem lýtur að fiskverzlun, né heldur vera í þjónustu þeirra, er láta meta fisk til útflutnings eða hafa á hendi umboðssölu eða kaup á fiski. 7. gr. Yfirfiskimatsmennirnir skulu skyldir að ferðast um í umdæmi sínu og utan þess, til þsss að leiðbeina í fiski-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.