Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 16
164 ÆGIR t Mr. D. H. Bookless. Mr. Bookless dó á heimili sinu í Aber- deen, í byrjun maímánaðar þ. á. Hann rak hér fiskverzlun í fjöldamörg ár, en var hættur fyrir skömmu. Dauða hans har brátt að. Hann var að eiga við bil úti í bilskúr sinum. Vissi kona hans af honum þar, en er henni tók að lengja eftir, að hann kæmi inn, gekk hún út í skúrinn og lá þá Bookless þar örendur. Gaseitrun varð honum að bana. ísrek við Grænland og ísland árið 1930. 12. skýrslan um isrek í höfunum kring- um Grænland og ísland kemur á skap- legum tíma, því að heimildarritið Nau- tisk-meteorologisk Aarbogl930 er svo til nýlega komið út. Þetta ár var isinn í Norðurhöfum með allra minnsta móti, og hefur hann þó altaf verið lítill undanfarin 6 ár, þegar um vorið og sumarið er að ræða. í Barentshafi og kringum Spitsbergen var óvenju lítill ís, jafnvel íslaust ábreiðu svæði fyrir norður Spitsbergen frá þvi í júní og virðist það hafa staðið í sam- bandi við það, að óvenju mikinn ís rak að austanverðri N-strönd Síbiriu og að Beringssundi um sumarið. Annars var norðvesturleiðin (fyrir norðan Ameríku) óvenjulega íslaus og á Newfoundlands- bönkum var ísinn óvenju snemma á ferð- inni, kom og fór 1—2 mán. fyrri en vant er. Á norðanverðum bönkunum var meira um fjalljaka, en á þeim sunnan- verðum, minna en vant er. Eins og sjá má af meðfylgjandi kort- um (meðal-útbreiðsla íssins sýnd eins og áður með stykkjalínum), var ísinn við Grænland mjög lítill, minni en undan- farin ár, einkum við vesturströndina, samfara því að fiskur gekk þar lengra norður með en vant er (sbr. Ægi 6. tbl. þ á., bls. 130). Við norðanverða A-strönd- ina var mikill is á útmánuðum, en er kom fram á, bráðnaði hann eða rak suður með, svo að lítið var um ís við A-ströndina yfirleitt, þegar kom fram á sumarið. En við S-ströndina (kringum suðurodda landsins) var allajafna mikill ís. Vestur-isinn í Davissundi og Baffins- flóa var lítill og langt undan um sum- arið og íslaust að kalla langt norður með, allt til Etah og langt norður í Lan- caster-sund. Við Island var isinn, eins og kortin líka sýna, ekki nærgöngull þetta ár. Um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.