Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 22
170 ÆGIR „Barömn". Mynd sú, af togaranum »Barðinn«, sem hér birt- ist, er tekin af skipinu þar sem það lá á Þjót, laugardaginn 22. ágúst. Togarinn er nú dottinn niður af skerinu og horf- inn í djúpið. Sjóréttur var haldinn þann 27. sama mánaðar. Grænlandsdeilan. Það er talið senni- legt, að Harald Scavenius, danski sendi- herrann í Haag, og Steglich-Petersen hæstaréttarmálaflutningsmaður flytji mál Dana fyrir alþjóðadómstólnum í Haag.en málið kemur sennilega fyrir dómstólinn í október næsta ár (1932). Samt er nú þegar farið að semja málsókn Dana og er það skjal samið af Dr. Georg Cohn, en hann er ráðunautur utanríkisstjórn- arinnar og af Gustav Rasmussen, sem var sendisveitarritari í Bern 1924 þegar gerður var Grænlandssamningurinn við Noreg. Pegar málið kemur fyrir Haag- dómstólinn ætla Danir að hafa þar sér- fræðinganefnd málflutningsmönnum sín- um til aðstoðar og m. a. verður í henni Daugaard Jensen forstjóri grænlenzku stjórnarinnar. íslendingar og Grænlandsmálið. For- sætisráðherra tilkynnir, að um sama leyti sein rætt var um Grænlandsmálið á Al- þingi, hafi honum borist skeyti frá Haag þess efnis, að Grænlandsdeilu Norð- manna og Dana hafi verið vísað til al- þjóðadómstólsins þar. Tilkynnir forsætis- ráðherra ennfremur, að ráðuneytið hafi þá þegar símað til Haag og lýst þviyfir, að Islendingar teldu sig hafa hagsmuna að gæta í sambandi við málið. Hefir nú Einari prófessor Arnórssyni verið falið að gera skýrslur um Græn- landsmálið og koma fram með tillögur að því lútandi. Petta hefur forsætisráðherra gert í sam- ráði við utanríkismálanefnd. Landskjálfta varð vart áýmsumstöð- um á Suðurlandi 23. þ. m. og voru þeir allsnarpir víða. t»ór tók nýlega enskan togara, Iltonion í landhelgi á Skjálfandaflóa, en þurfti að skjóta 18 aðvörunarskotum áður en tog- arinn stansaði. Hann hafði nær fullfermí af ýsu og kola. í útflutningsnefnd sildareinkasölunn- ar eru kosnir Einar Árnason alþm., Böðv- ar Bjarkan og Björn Lindal, en til vara Ingimar Eydal, Þormóður Ej'jólfsson og Stefán Jónsson. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RíkisprentamiSjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.