Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 9
ÆGIR 157 Skýrsla erindrekans í Vestfirðingafjórðungi apríl—júlí 1931. Samkvæmt venju minni undanfarin ár, skal hér gefið stutt yfirlit yfir aflafeng- inn á vorvertíðinni í veiðistöðvum fjórð- ungsins, ásamt samanburði aflans nú og vorið 1930. Voraflinn i fyrra, var einungis talinn yfir maí og júlímánuði, með því páskar voru þá seint í apríl, en nú er allur apr- ílafli talinn með vorvertíðinni. Verður að hafa það í huga við samanburð vor- eflans nú og þá. Á syðri Vestfjörðunum hefjast fiskveiðar að jafnaði eigi fyr en siðari hluta apríl, svo þar er um sama veiðitíma að ræða. Fer hér á eftir afla- fengurinn í hverri veiðstöð í þurfisks- skippundum. Flatey á Breiðafirði. 1 vélskip með 11 mönnum gekk þaðan á færaveiðar, mest- an hluta vorsins og hafði aflað 175 skpd. um miðjan júlí. Ennfremur hafði aflast þar á nokkra smábáta um 130skpd. eða 305 skpd. alls. í fyrra var aflinn á þilskipið talinn 225 skpd., en smábáta-afla eigi getið. Víkur, ásamt vestanverðum Patreks- firði. 1 vor gengu þaðan 11 smávélbátar með 38 mönnum, og öfluðu þar til í öndverðum júlí 430 skpd. 1 fyrra vor voru bátarnir 16, og fengu að eins 320 skpd., enda talið þá í löku meðallagi. Nú var aflinn mjög góður, einkum á Kolls- vikinní og kringum Bjargtanga, enda á- gætar gæftir. Patreksfjörður. Þaðan gengu í vor 3 vélskip á færaveiðar með 27 mönnum samtals, og 10 smávélbátar með 38 mönn- um, svo og togarinn Leiknir. Afli frá 1. april til 1. júlí 3630 skpd., þar af togaraafli 2440 skpd. í fyrra voru þilskipin á færaveiðum 4, og opnu vélbátarnir 11, og öfluð 2100 skpd., þar af togarafiskur 890 skpd. Mismunur aflans stafar aðallega af því, að aprílafli togarans er hér með, en í fyrra taldist sá mánuður til vetrarver- tíðarinnar, og nam hann nú 1230 skpd. Færaskipin byrjuðu nú veiðar laust fyrir 20. apríl og opnu velbátarnir nokkru síðar. Aflabrögðin yfirleitt góð, einkum fyrri hluta vorsins. Tálknajjörður. 12 opnir vélbátar gengu þaðan í vor með 4 mönnum hver, en í fyrra voru bátarnir 14. Afli frá sumarmálum til i öndverðum júli um 900 skpd., en í fyrra 890 skpd, Má það teljast mjög góður vorafli. Arnarjjörður. Frá Bíldudal ganga nú 2 vélskip á færaveiðar, með um 30 mönnum, en i fyrra voru færaskipin 3; svo gengu og í vor rúmir 20 opnir vél- bátar víðsvegar úr firðinum, svipuð tala og vorið áður. Þilskipin lögðu á veiðar á sama tima og undanfarið, laust fyrir 20. apríl, en opnu bátarnir munu flestir eigi hafa byrjað fyr en um mánaðamót (apríl— maí. Aflafengur frá 1. júlí talin 1325 skpd., en i fyrra um 1000 skpd. — Góður afli á færaskipin, en tregfiski á opnu bátana. Dýrajjörður. Af Þingeyri gekk nú línu- veiðarinn Nonni, 1 vélbátur (Hulda) á færaveiðar og 2 minni vélbátar, svo og 5—6 vélbátar til og frá úr firðinum, er byrjuðu róðra í maí. Afli frá 1. aprll til júlí talin 2010 sk- pd. Nokkuð af því munu vera eftirstöðv- ar af afla Nonna á vetrarvertíðinni. í fyrra gengu frá Þingeyri 4 þilskip með vél í, svo og Hulda, og 5 — 6 vél- bátar, eins og nú. Aflafengur þessara skipa yfir maí og júní talinn um 1000 skpd., og talið í góðu meðallagi. Línu-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.