Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 14
162 ÆGIR Helga Bergsdóttir, er enn á lífi og eiga þau fjögur uppkomin og mannvænleg börn. Kristján er enn þá vel ern og munu margir vinir hans minnast hans hlýlega við þetta tækifæri. (Mynd af Kristjáni er að finna í 5. tbl. Ægis 1923). Skipauppsátur. 1 6. tbl. Ægis þ. á., bls. 129, skrifar skipaskoðunarstjóri ólafur Th. Sveinsson, grein með fyrirsögn »Skipauppsátur«. Þar lýsir hann hvernig ástatt er hér í bæ, þegar gera þarf við skip og bendir á örðugleika þá, sem bæði erlendir og innlendir skipaeigendur og vátryggingar- félög eiga við að stríða, þegar skip þeirra laskast, sem eru yfir 220 rúmlestir. Það var eins og grein hans — og skrif ann- ara væru undirstrikuð, þegar varðskipið Óðinn lá hér í fjörunni fyrir skömmu og smiðir voru að vinnu við hann, gera við hann svo, að hann flyti til annara landa, þar sem þeirra vinna er einskis virði og flest rifið burtu, er aðalviðgerð fer fram. Sama mátti segja erÆgirlask- aðist og varð að leita viðgerðar erlendis. Hér eru margir smiðir, sem kunna að gera við það sem brotnað hefur, allt er fyrir hendi, nema það eilt, að lyfta skip- unum svo, að smiðirnir komist að þeim hluta þeirra, sem skemmdur er, sé hann undir sjó. Nú er óðinn að eins 512 smá- lestir brútto og Ægir minni, 497 smál. brútto og er hörmung til þess að hugsa, að mikil vinna skuli fara út úr landinu, þegar ekki er um stærri skip að ræða. AUir togarar landsins verða að leita til útlanda, þegar þeir fá botnskaða og eins þegar þarf að mála þá í botninn. Fer afarmikil vinna þannig útúrland- inu og því einu að kenna, að hér vant- ar dráttarbraut eða skipauppsátur. Ekki má kalla það, að skrif þeirra manna sem birtast nú, séu orð í tíma töluð, heldur má fremur nefna það, í mesta ótíma, þvi fyrir löngu hefði góð dráttarbraut átt að vera komin hér, það veigamikil, að ekki að eins hefði mátt taka á land alla togara landsins, heldur einnig þá togara, sem verða innan skamms keyptir og að líkindum verða miklu stærri skip, en hér eru nú. Innan fárra ára, fara togarar landsins að ganga úr sér og eru þá svo gamlir, að þeim er ekki treystandi til þeirrar miklu vinnu, sem af islenzkum togurum er heimtuð. Hvernig fiskveiðum verður þá hagað, vitum við ekki. Að líkindum hefur þá Dieselvélin rutt sér svo rúm og sparn- aður við hana svo auðsær, að diesel- skip verða hér almenn. Svo er stærðin og langur útivistartími; gæti hugsast að einhver breyting yrði þar. Þegar talað er um að koma upp dráttarbraut, verður að hafa i huga breytingar þær, er á skip- um kunna að verða hin næstu ár. Hvar dráttarbraut á að vera, getur verið álitamál og um nokkra staði að ræða, t. d. Skerjafjörð, Yatnagarða og fleiri, en sá staður, sem alheppilegastur virðist vera, er Örfirisey, innan- hafnar- garða, fengist sá staður. Ef framtíðarskip íslendinga, yrðu eitt- hvað í likingu við hin stóru frakknesku og spönsku botnvörpuskip, sem sézt hafa síðustu árin við ísland, og dráttarbraut yrði gerð með þá skipastærð fyrir augum, þá mætti einnig taka Eimskipa- félagsskipin á land, en vafasamt gæti verið, hvort viðgerð á þeim hér borgaði sig, þar sem þau eru ávalt annað slagið í útlöndum og eiga ávalt erindi þangað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.