Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 3

Ægir - 01.08.1931, Blaðsíða 3
Nr. 8. ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 24. árg. Reykjavík. — Ágúst 1931. Fiskimatið. Haustið 1929 skipaði ríkisstjórnin nefnd manna til þess að gera tillögur um breyt- ingar á fiskimatslögunum. í nefndinni voru: Kristján Bergsson forseti Fiskifé- lagsins, Jón Magnússon yfirtiskimatsmaður, Jón Ólafsson bankastjóri, Lárus Féldsteð hrm. og ólafur Thors framkvæmdarstjóri. Nefndin lauk störfum snemma í vor. í júlí komu allir yfirfiskimatsmenn landsins og fiskifulltrúi Helgi Guðmundsson á fund í Reykjavík, til þess að íhuga fiskimatið og tillögur nefndarinnar. Árangur af þessum störfum eru lög- samþykkt og hér eru birt. 1. gr. Allur verkaður og óverkaður salt- fiskur, sem út er flutlur héðan af landi sem islenzkur fiskur, skal metinn og flokkaður eftir gæðum af fiskimatsmönn- um, undir umsjón yfirfiskimatsmanns. Undanskildar eru þó smásendingar, 100 kg. eða minni, sem sendar eru í til- raunaskyni eða að gjöf. Saltfisk, sem veiðiskip fíytja sjálf til útlanda, er eigi skylt að meta, enda hafi fiskurinn eigi verið lagður hér á land. Áður en verkaður eða óverkaður salt- fiskur gengur kaupum og sölum innan- lands, skal meta hann og flokka eftir gæðum, ef hann er ætlaður til útflutn- ings. Matsmenn skera úr, hvenær óverk- aður saltfiskur er matshæfur. Yfirmatsmennirnir skulu einnig hafa umsjón með útskipun, hleðslu og með- ferð fiskjarins í útflutningsskipunum og gefa fyrirskipanir hér að lútandi, sem þeim er skylt að hlýða, sem hlut eiga að máli. um fiskimat, sem Alþingi nú hefur Hverri matsskyldri fisksendingu til út- landa skal fylgja vottorð yfirfiskimats- manns, ritað aftan á farmskírteinið. Fyllri fyrirmæli um mat og meðferð vörunnar, bæði við útflutning og í út- flutningsskipunum, skulu sett í erindis- bréf og reglugerð, sem atvinnu- og sam- göngumálaráðuneytið gefur út. 2. gr. Atvinnu- og samgöngumálaráðu- neytið skipar yfirmatsmennina og gefur þeim erindisbréf. Skulu þeir hafa aflað sér þekkingar á fiskimati, verkun og meðferð fiskjar, annaðhvort með því að hafa starfað sem fiskimatsmenn eða á annan hátt. Þeir skulu rita undir eiðstaf um, að þeir vilji hlýða ákvæðum þeim, sem sett eru viðvíkjandi starfi þeirra, og með al- úð og kostgæfni rækja skyldur þær, sem á þeim hvíla í stöðu þeirra. Til þess að tryggja sem bezt samræm, fiskimatsins í hinum ýmsu landsfjórð- ungum, er svo ákveðið fyrst um sinni

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.